Eldra fólk

Eldra fólk er fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Sum í hópnum þurfa aðstoð við grunnathafnir daglegs lífs á meðan önnur þurfa litla eða enga þjónustu frá degi til dags. Markmiðið er að fólk geti búið á eigin heimili eins lengi og það kýs í gegnum margvíslegan stuðning sem gerir því kleift að lifa innihaldsríku lífi og taka virkan þátt í samfélaginu.

Ráðgjöf fyrir eldra fólk og aðstandendur þeirra

Eldra fólk er fjölbreyttur hópur með margvíslegar þarfir. Ráðgjöf fyrir eldra fólk felur í sér leiðsögn fyrir einstaklinga og aðstandendur þeirra. Markmið ráðgjafarinnar er að aðstoð fólk að þekkja þá þjónustu sem er í boði og styðja það við að lifa sjálfstæðu og virku lífi.

Heimastuðningur

Heimastuðningur mætir fólki á þeim stað sem það er í lífinu. Hann felur í sér félagsleg samskipti og stuðning við dagleg verkefni og almennt heimilishald. Þú getur átt rétt á heimastuðningi ef þú þarft aðstoð vegna skertrar getu, álags, veikinda eða fjölskylduaðstæðna. 

Heimsendur matur

Það er mikilvægt fyrir allt fólk að geta fengið sér staðgóða og næringarríka máltíð á hverjum degi. Fólk sem getur ekki eldað sjálft getur fengið mat sendan heim að dyrum. Hann er framleiddur í framleiðslueldhúsi velferðarsviðs á Vitatorgi. 

Félagsstarf

Virk þátttaka í félagsstarfi lífgar upp á daginn og spornar gegn félagslegri einangrun. Í Reykjavík eru fjölmargar félagsmiðstöðvar sem bjóða upp á fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi starf fyrir fullorðið fólk.