Félagsleg ráðgjöf

""

Öll þurfum við að takast á við ýmsar áskoranir í lífinu. Stundum er nauðsynlegt að fá ráðgjöf og stuðning til að mæta þeim. Félagsleg ráðgjöf hefur það markmið að hjálpa fólki til sjálfshjálpar með fjölbreyttum leiðum þannig að það geti sem best notið sín í samfélaginu.  

Hvernig sæki ég um félagslega ráðgjöf? 

Þú hefur samband við þjónustumiðstöð í þínu hverfi til að biðja um félagslega ráðgjöf. Ráðgjafi leiðbeinir þér varðandi umsóknir um ákveðna þjónustu sem hentar þínum þörfum og aðstoðar við gerð þeirra ef þörf er á.  

Á ég rétt á félagslegri ráðgjöf? 

Allt fólk 18 ára og eldra sem á lögheimili í Reykjavík getur leitað félagslegrar ráðgjafar sér að kostnaðarlausu á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. 

Hvernig ráðgjöf er í boði?

Félagsleg ráðgjöf getur meðal annars falið í sér fjárhagsaðstoð, stuðning við húsnæðisleit, stuðning við virkni í atvinnuleysi og stuðning vegna skertrar starfsgetu. 

Ráðgjafar á þjónustumiðstöðvum vinna með fólki og veita því upplýsingar um ýmsa þjónustu og vísa áfram í úrræði sem henta hverjum og einum. 

Hvað gerist næst?

Eftir að þú hefur komið í viðtal til ráðgjafa verðið þið í reglulegu sambandi. Ráðgjafi leiðbeinir þér með næstu skref og skipuleggur frekari viðtöl þar sem þú færð ráðgjöf og leiðbeiningar. Gert er samkomulag um fyrirkomulag félagslegrar ráðgjafar í formi einstaklingsáætlunar. 
 

Endurhæfing og virkni

Í Virknihúsi er margvísleg endurhæfing og virkni í boði fyrir fólk sem er í félagslegri ráðgjöf. Markmiðið með þessum úrræðum er að bæta lífsgæði fólks og auka tækifæri þess í lífinu með áherslu á sjálfsstyrkingu, nám og bata. 

""

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?

Félagsleg ráðgjöf er veitt á grundvelli eftirfarandi laga: 

Starfsfólk þjónustumiðstöðva velferðarsviðs veitir frekari upplýsingar um félagslega ráðgjöf. Einnig er hægt að hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar í s: 4 11 11 11 eða senda tölvupóst í upplysingar@reykjavik.is.