Fatlað fólk
Fatlað fólk getur þurft stuðning til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi á eigin forsendum og taka virkan þátt í samfélaginu. Reykjavíkurborg hefur samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) að leiðarljósi í þjónustu við fatlað fólk. Í honum felst viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og því að fatlað fólk njóti mannréttinda til jafns við aðra.
Ráðgjöf fyrir fatlað fólk og aðstandendur
Fatlað fólk getur mætt allskonar hindrunum í daglegu lífi. Ráðgjöf fyrir fatlað fólk felur í sér persónulegan stuðning og leiðsögn fyrir einstaklinga. Markmið ráðgjafarinnar er að aðstoð fólk að þekkja þá þjónustu sem er í boði og aðstoða það við að lifa sjálfstæðu og virku lífi.
Stuðningsþjónusta fyrir fatlað fólk
Stuðningsþjónusta mætir fullorðnu fötluðu fólki á þeim stað sem það eru í lífinu og fer fram þar sem best hentar, hvort sem það er á heimili þess, utan heimilis eða í gegnum rafrænar lausnir. Fólk fær stuðning við að útfæra markmið þjónustunnar og hvernig hún fer fram.
Húsnæði fyrir fatlað fólk
Það er mikilvægt að fólk sem vill búa á eigin heimili eigi kost á því að láta þann draum rætast. Fatlað fólk getur fengið húsnæði sem það greiðir viðráðanlegt leiguverð fyrir, auk þess að fá viðeigandi stuðning sem hentar þörfum þess.
Akstursþjónusta fatlaðs fólks
Fatlað fólk sem getur ekki nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki getur átt rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs.
Pant sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.
Atvinna og virkni
Atvinna er stór og mikilvægur þáttur í lífi fólks. Margt fatlað fólk býr yfir dýrmætri reynslu og þekkingu sem getur nýst í ýmsum störfum, en þarf stundum aðstoð eða vinnuaðstöðu, aðgengi, vinnutíma og verkefni sem koma til móts við þarfir þess, almennt kallað viðeigandi aðlögun.
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)
NPA byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Fatlað fólk með NPA stýrir sjálft fyrirkomulagi þjónustunnar, ákveður hvaða aðstoð er veitt, hvernig hún er skipulögð og hver veitir hana.
Hvað vilt þú skoða næst?
- Sérmerkt stæði Upplýsingar um P-stæði
- Beingreiðslusamningar Samningar milli sveitarfélags og notenda
- Styrkir til náms og verkfæra- og tækjakaupa Hér er hægt að sækja um styrk!
- Einstaklingsbundnar þjónustuáætlanir Samræmd áætlun allra þjónustuaðila
- Heimsendur matur – matseðill Staðgóð og næringarrík máltíð á hverjum degi
- Stuðningsþjónusta fyrir börn og fjölskyldur Fjölbreyttar lausnir útfærðar eftir þörfum hvers og eins