Fatlað fólk | Reykjavíkurborg

Fatlað fólk

Reykjavík ber ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk, stefnumótun, framkvæmd þjónustunnar og eftirliti með henni. Fatlað fólk á rétt á allri almennri þjónustu sveitarfélagsins en sé þjónustuþörf meiri er sértæk þjónusta veitt.

Reykjavík veitir margvíslega þjónustu, svo sem ráðgjöf og stuðning við fatlað fólk og foreldra fatlaðra barna, þjónustu á heimilum, hæfingu, starfsþjálfun, verndaða vinnu, stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn, skammtímavistun og ferðaþjónustu.
 

Þjónustan miðar að því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og skapa því skilyrði til að lifa eðlilegu lífi og taka virkan þátt í samfélaginu. Sjá nánar í lögum um málefni fatlaðs fólks og á heimasíðu velferðarráðuneytisins.

Umsóknir um atvinnu með stuðningi og verndaða vinnu:

Sótt er um á vernduðum vinnustöðum og Atvinnu með stuðningi (AMS) í gegnum síma 514 4800 og þar fást einnig allar upplýsingar um úrræðin.

Þjónustumiðstöðvar taka á móti öðrum umsóknum um endurhæfingu eða vinnu í Reykjavík.

Réttindagæslumenn Reykjavíkur og Seltjarnarness:

Jón Þorsteinn Sigurðsson, sími 858 1627. Netfang jons@rett.vel.is

Auður Finnbogadóttir, sími 894 8996. Netfang audur@rett.vel.is

Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var hafður að leiðarljósi við gerð framtíðarsýnar borgarinnar. Í því felst viðurkenning á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, réttur til aðstoðar við að lifa innihaldsríku lífi og viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og mannréttindum allra.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er leiðarljós Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk.  Í því felst:

  • Viðurkenning á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. 
  • Jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. 
  • Réttur til aðstoðar við að lifa innihaldsríku lífi. 
  • Viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og mannréttindi allra.
  • Margbreytilegum þörfum borgarbúa verði mætt með sveigjanlegri og einstaklingsmiðaðri þjónustu sem veitt er af ábyrgð, virðingu og fagmennsku.
  • Aðgengi að þjónustu verði tryggt í nærumhverfi borgarbúa.
  • Jafnræði í þjónustu verði tryggt.
  • Víðtækt samráð verði haft við notendur, hagsmunasamtök, starfsfólk og háskólasamfélagið um þróun þjónustunnar.
  • Borgarbúar sem þurfa aðstoð í daglegu lífi hafi val um hvernig aðstoðinni við þá er háttað. Unnið verði að þróun notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 2 =