Börn og fjölskyldur
Öll þurfum við aðstoð annað slagið. Hvort sem það er við helstu verkefni dagsins eða til að vera betur í stakk búin til að taka þátt í samfélaginu. Börn og fjölskyldur þeirra geta fengið fjölbreyttan stuðning til að mæta þörfum vegna félagslegra aðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar.
Barnavernd
Barnavernd Reykjavíkur aðstoðar börn og foreldra í vanda við að tryggja velferð og öryggi barna til framtíðar með fjölbreyttri ráðgjöf, stuðningi og faglegum lausnum.
Stuðningsþjónusta fyrir börn og fjölskyldur
Stuðningsþjónusta fyrir börn og fjölskyldur felur í sér margþættar lausnir sem eru útfærðar eftir þörfum hvers og eins. Námskeið og fræðsla, einstaklingsstuðningur, hópastarf og uppeldisráðgjöf eru meðal þess sem er í boði.
Akstursþjónusta fyrir fötluð börn
Forsjáraðilar fatlaðra barna geta sótt um akstursþjónustu t.d. vegna tómstunda, læknisferða, sjúkraþjálfunar eða til að rjúfa félagslega einangrun.
Betri borg fyrir börn
Betri borg fyrir börn miðar að því að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi.
Færa þjónustuna í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna, veita viðeigandi stuðning sem fyrst og þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustumiðstöð hverfisins.
Hvar fæ ég frekari upplýsingar?
Stuðningur við börn og fjölskyldur er veittur á grundvelli eftirfarandi laga og reglna: