Börn og fjölskyldur

""

Öll þurfum við aðstoð annað slagið. Hvort sem það er við helstu verkefni dagsins eða til að vera betur í stakk búin til að taka þátt í samfélaginu. Börn og fjölskyldur þeirra geta fengið fjölbreyttan stuðning til að mæta þörfum vegna félagslegra aðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar. 

Barnavernd

Barnavernd Reykjavíkur aðstoðar börn og foreldra í vanda við að tryggja velferð og öryggi barna til framtíðar með fjölbreyttri ráðgjöf, stuðningi og faglegum lausnum.

Stuðningsþjónusta fyrir börn og fjölskyldur

Stuðningsþjónusta fyrir börn og fjölskyldur felur í sér margþættar lausnir sem eru útfærðar eftir þörfum hvers og eins. Námskeið og fræðsla, einstaklingsstuðningur, hópastarf og uppeldisráðgjöf eru meðal þess sem er í boði.

 

 

Betri borg fyrir börn

Betri borg fyrir börn miðar að því að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi.  Færa þjónustuna í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna, veita viðeigandi stuðning sem fyrst og þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustumiðstöð hverfisins.

""

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?

Stuðningur við börn og fjölskyldur er veittur á grundvelli eftirfarandi laga og reglna: 

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk þjónustumiðstöðva.

Einnig er hægt að hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar í s: 4 11 11 11.