Virkni og endurhæfing

Fólk sem þarf á endurhæfingu eða stuðningi að halda við að komast í vinnu eða virkni getur fengið fjölbreytta ráðgjöf, fræðslu og úrræði sem miðast að þörfum hvers og eins. Virk þátttaka í samfélaginu hjálpar fólki við að efla félagslega færni, styrkja sjálfsmynd og auka lífsgæði.

Endurhæfing í Virknihúsi

Í Virknihúsi getur fólk nálgast margþættar leiðir í endurhæfingu fyrir þátttöku á vinnumarkaði eða í átt til aukinnar virkni og þátttöku. Markmiðið er alltaf að bæta lífsgæði fólks og auka tækifæri þess í lífinu með áherslu á sjálfsstyrkingu, nám og bata. 

Par að dansa

Atvinna og virkni fyrir fatlað fólk

Margt fatlað fólk býr yfir dýrmætri reynslu og þekkingu sem getur nýst í ýmsum störfum, en þarf stundum aðstoð eða vinnuaðstöðu, aðgengi, vinnutíma og verkefni sem koma til móts við þarfir þess, almennt kallað viðeigandi aðlögun.

Teikning af þremur manneskjum sem standa hlið við hlið.

Endurhæfing í heimahúsi

Með endurhæfingu í heimahúsi fær fólk þjálfun og ráðgjöf sem hentar þörfum þeirra. Endurhæfingin fer að miklu leyti fram heima hjá notendum eða í nærumhverfi þeirra. Hún er fyrir fólk sem hefur sótt um félagslega heimaþjónustu eða heimahjúkrun og er metið á þann veg að endurhæfing sé líkleg til árangurs. 

Teikning af manneskju að synda skriðsund.