Lýðheilsusjóður Heilsueflandi hverfa

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Reykjavíkurborg er virkur þátttakandi í starfi Embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag, og er í þéttu samstarfi við Embætti landlæknis, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og önnur sveitarfélög um bestu framkvæmd og þróun 

starfsins. 2022 var komið á fót lýðheilsusjóði Heilsueflandi hverfa þar sem árlega er úthlutað til þjónustumiðstöðva í framkvæmd verkefna sem styðja við lýðheilsu í hverfum. Tekið er mið af markmiðum Heilsueflandi samfélags við ráðstöfun fjármuna og áhersla lögð á sýnileika verkefna.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2025

U.þ.b. 25 verkefni fengu úthlutað fjármagni í verkefni sem stuðla að heilsueflandi samfélagi, Stærsta úthlutunin var rafmagnsreiðhjól með vagni fyrir eldra fólk og fatlaða. Unnið er að lýðheilsuverkefnum fyrir næsta misseri innan hverfa.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2025

U.þ.b. 25 verkefni fengu úthlutað fjármagni í verkefni sem stuðla að heilsueflandi samfélagi, Stærsta úthlutunin var rafmagnsreiðhjól með vagni fyrir eldra fólk og fatlaða. Unnið er að lýðheilsuverkefnum fyrir næsta misseri innan hverfa.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).