Rannsókn á félagslegu landslagi í Reykjavík

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Markmið rannsóknar er að greina félagslegt landslag í Reykjavík út frá dreifingu lífskjara, bæði innan og milli hverfa.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Aðgerð lokið. Útgáfumálþing var haldið 5.janúar í Tjarnarsal þar sem Kolbeinn H. Stefánsson kynnti niðurstöður skýrslunnar. Ýmsir sérfræðingar voru með framsögu og lauk málþingi á pallborðsumræðum.  Sjá nánar hér.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Lokadrög að skýrslu liggja fyrir og ákvörðun um næstu skref verður tekin í september.

  Janúar 2023   Skrif og skil á skýrslu eru áætluð í apríl 2023.
  Júlí 2021 Afrakstur sviðs­mynda­grein­ing­ar­innar eru fjórar ólíkar en kraft­miklar sviðs­myndir. Sviðs­myndir eru gagna­drifnar sögur um fram­tíðina til að taka í dag betri ákvarð­anir um fram­tíðina. Þetta er tilraun til að notast við skipu­lagða aðferð til að sjá fyrir sér mögu­lega framtíð og setja fram kenn­ingar um fram­tíð­ar­mögu­leika. Sviðs­mynd­irnar eru ekki spá um líkleg­ustu fram­tíð­ar­borgina heldur tæki til þess að máta áætlanir og markmið okkar við aðstæður sem gætu komið upp. Með sviðs­mynd­irnar í huga getum við gert áform okkar traustari og okkur tilbúnari til að ná okkar mark­miðum.

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: