Innleiðing á velsældarhagkerfi
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Velsældarhagkerfi er hagkerfi þar sem lykilmælikvarðar á stöðu og árangri eru ekki aðeins hagvöxtur og þjóðarframleiðsla heldur einnig mælikvarðar sem snúa að heilsu, lífsgæðum og hamingju íbúa, jöfnuði og jafnrétti, umhverfinu og meta almennt allar þrjár grunnstoðir sjálfbærni í samfélaginu.
Áhersla verður lögð á að skilgreina mælikvarða og taka þátt í tilraunaverkefni á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. WHO Healthy Cities).
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2030
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Í samstarfi við alþjóðaheilbrigðismálastofnunina í gegnum aðild Reykjavíkurborgar að Healthy Cities tökum við þátt í frumkvöðlaverkefni sem snýr að því að aðlaga velsældarhagkerfi að sveitarstjórnarstigi. Í því felur sér að taka þátt í vinnustofum og þróa efnir fyrir aðrar borgir að nýta sér sem stefna að því að horfa til þess að innleiða velsældarhagkerfi. Afurð þess verður gátlisti fyrir borgir sem hyggja innleiðingu á velsældarhagkerfi.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Júlí 2025 |
Í samstarfi við alþjóðaheilbrigðismálastofnunina í gegnum aðild Reykjavíkurborgar að Healthy Cities tökum við þátt í frumkvöðlaverkefni sem snýr að því að aðlaga velsældarhagkerfi að sveitarstjórnarstigi. Í því felur sér að taka þátt í vinnustofum og þróa efnir fyrir aðrar borgir að nýta sér sem stefna að því að horfa til þess að innleiða velsældarhagkerfi. Afurð þess verður gátlisti fyrir borgir sem hyggja innleiðingu á velsældarhagkerfi. |
Tengdar aðgerðir
Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Aðgerðir
Borg fyrir fólk
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.