Innleiðing á velsældarhagkerfi

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Velsældarhagkerfi er hagkerfi þar sem lykilmælikvarðar á stöðu og árangri eru ekki aðeins hagvöxtur og þjóðarframleiðsla heldur einnig mælikvarðar sem snúa að heilsu, lífsgæðum og hamingju íbúa, jöfnuði og jafnrétti, umhverfinu og meta almennt allar þrjár grunnstoðir sjálfbærni í samfélaginu.

 

Áhersla verður lögð á að skilgreina mælikvarða og taka þátt í tilraunaverkefni á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (e. WHO Healthy Cities).

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2030

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2025

Í samstarfi við alþjóðaheilbrigðismálastofnunina í gegnum aðild Reykjavíkurborgar að Healthy Cities tökum við þátt í frumkvöðlaverkefni sem snýr að því að aðlaga velsældarhagkerfi að sveitarstjórnarstigi. Í því felur sér að taka þátt í vinnustofum og þróa efnir fyrir aðrar borgir að nýta sér sem stefna að því að horfa til þess að innleiða velsældarhagkerfi. Afurð þess verður gátlisti fyrir borgir sem hyggja innleiðingu á velsældarhagkerfi.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2025

Í samstarfi við alþjóðaheilbrigðismálastofnunina í gegnum aðild Reykjavíkurborgar að Healthy Cities tökum við þátt í frumkvöðlaverkefni sem snýr að því að aðlaga velsældarhagkerfi að sveitarstjórnarstigi. Í því felur sér að taka þátt í vinnustofum og þróa efnir fyrir aðrar borgir að nýta sér sem stefna að því að horfa til þess að innleiða velsældarhagkerfi. Afurð þess verður gátlisti fyrir borgir sem hyggja innleiðingu á velsældarhagkerfi.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).