Hugmyndaleit að skipulagi fyrir Borgarspítalareit, Sóleyjarrima og Safamýri
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Fallið var frá því að hafa blandaða byggð á Borgarspítalareit. Skipulagslýsing var auglýst i 2024 en eiginleg deiliskipulagsgerð hófst ekki í framhaldinu. Ákveðið er að koma fyrir nýju geðsviði Landspíla á reitnum. Skipulagslýsing er á lokametrum og verður auglýst í byrjun september 2025.
Haldin var hugmyndaleit fyrir Sóleyjarima reitinn sumrið 2024 og samið var við vinningshafa þeirrar hugmyndaleitar um áframhaldandi deiliskipulagsvinnu. Sú vinna er á lokametrum og er væntanleg í auglýsingu haust 2025.
Undirbúningur samkeppni fyrir Safamýrarsvæði hefur ekki hafist. Þar kemur tvennt til, annars vegar möguleg þörf fyrir þetta svæði sem athafnasvæði við framkvæmdir við Miklubrautargöng og hins vegar þéttur verkefnalisti deiliskipulags.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Júlí 2024 |
Skipulagslýsing var birt vegna Sóleyjarrima og búið er að kynna þær athugasemdir sem bárust. Verið er að útfæra samkeppnistillögur frekar fyrir svæðið. Búið er að vinna skipulagslýsingu fyrir Borgarspítalareit og Safamýri og eru ferlar í farvegi. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Markmið Reykjavíkurborgar í þróun nýrra athafnasvæða fyrir atvinnulíf til 2030 eru góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.