Hugmyndaleit að skipulagi fyrir Borgarspítalareit, Sóleyjarrima og Safamýri

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Undirbúningur að skipulagi fyrir þessa reiti mun fara fram árin 2024 - 2025. Reitirnir eru í eigu og umsjón borgarinnar og eru reitir þar sem hægt er að gera ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Hugmyndaleit mun eiga sér stað í upphafi árs 2024. Stefnt er að vinnslu deiliskipulags í framhaldi af hugmyndavinnu síðar á árinu 2024 og byrjun árs 2025. 

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2024

Skipulagslýsing var birt vegna Sóleyjarrima og búið er að kynna þær athugasemdir sem bárust. Verið er að útfæra samkeppnistillögur frekar fyrir svæðið. ​

Búið er að vinna skipulagslýsingu fyrir Borgarspítalareit og Safamýri og eru ferlar í farvegi.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2024

Skipulagslýsing var birt vegna Sóleyjarrima og búið er að kynna þær athugasemdir sem bárust. Verið er að útfæra samkeppnistillögur frekar fyrir svæðið. ​

​Búið er að vinna skipulagslýsingu fyrir Borgarspítalareit og Safamýri og eru ferlar í farvegi.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

Svið innan Reykjavíkurborgar: