Kjalarnes

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið með loftslagsviðmið í huga verður unnin á árinu 2024. Sett verða m.a. frekari viðmið og leikreglur um skógrækt á bújörðum og landbúnaðarsvæðum og á öðru opnu landi. Enn fremur verði horft til ákvæða um landgræðslu og sett fram markmið um endurheimt votlendis. Markmið og reglur mótaðar á grundvelli stefnu í loftslagsmálum og ná þar til lands í eigu borgarinnar, svo og lands í eigu annarra.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2024

Starfshópur hefur verið stofnaður. Haldinn var kynningarfundur með íbúum í byrjun september. Vinna við hverfisskipulag fyrir Grundarhverfi á Kjalarnesi er ekki hafin en gert er ráð fyrir að hún hefjist á árinu 2024.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2024 Starfshópur hefur verið stofnaður. Haldinn var kynningarfundur með íbúum í byrjun september. Vinna við hverfisskipulag fyrir Grundarhverfi á Kjalarnesi er ekki hafin en gert er ráð fyrir að hún hefjist á árinu 2024.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

Svið innan Reykjavíkurborgar: