Lífsgæðakjarnar
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Reykjavíkurborg auglýsti vorið 2023 eftir samstarfsaðilum og hugmyndum tengdum lífsgæðakjörnum, sem er uppbygging húsnæðis í þágu eldri borgara. Markmiðið er að lífsgæðakjarnarnir séu vel staðsettir í borginni miðað við þróunarsvæði og tengingu við samgöngur. Viðbrögð við auglýsingunni voru góð og bárust 23 svör. Unnið verður áfram í samskiptum við þessa aðila. Hluti erinda voru hugmyndir sem tengdust verkefninu, ýmis samtök og stofnanir lýstu áhuga á samstarfi og einnig bárust allnokkur erindi frá lóðarhöfum sem vilja byggja upp í anda hugmynda um lífsgæðakjarna á sínum lóðum.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. júlí 2024
Borgarstjóri skrifaði í maí 2024 undir viljayfirlýsingar um uppbyggingu á fjórum stöðum í borginni þar sem þróuð verður áhugaverð ný nálgun á húsnæði og þjónustu fyrir fólk á besta aldri.
Lífsgæðakjarnar í þróun:
-
Klasi - Breiðhöfði 10 eða Norður-Mjódd
-
Þorpið - vistfélag - á lóð félagsins á Ártúnshöfða
-
Þingvangur - Köllunarklettsvegur 3 og Hlésgata 1
-
Reitir - Loftleiðasvæðið við Nauthólsveg
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2024 |
Borgarstjóri skrifaði í maí 2024 undir viljayfirlýsingar um uppbyggingu á fjórum stöðum í borginni þar sem þróuð verður áhugaverð ný nálgun á húsnæði og þjónustu fyrir fólk á besta aldri. Lífsgæðakjarnar í þróun:
|
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Svið innan Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Markmið Reykjavíkurborgar í þróun nýrra athafnasvæða fyrir atvinnulíf til 2030 eru góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.