Ártúnshöfði
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Ártúnshöfði, Elliðaárvogur er stærsta þróunar- og uppbyggingarsvæði Reykjavíkur. Áætlað er að í þessum nýja borgarhluta rísi allt að 8000 íbúðir og að þar búi allt að 20.000 borgarbúar. Á fyrstu uppbyggingarsvæðunum er gert ráð fyrir 3500 íbúðum, tveimur grunnskólum og einum safnskóla í bland við blómlega þjónustu- og atvinnustarfsemi við Krossamýrartorg. Hryggjarstykki uppbyggingarinnar er meðfram fyrirhugaðri Borgarlínu sem liggur í gegnum mitt skipulagssvæðið.
Áætlun fyrir árin 2024- 2025: Ártúnshöfðinn skiptist í átta deiliskipulagssvæði, búið er að samþykkja deiliskipulag fyrir tvö þeirra. Í bryggjuhverfi er ferging yfirstandandi og munu þrjár lóðir verða byggingarhæfar 2024. Á deiliskipulagssvæði 1 er uppbygging á tveimur lóðum hafin, stefnt er að því að íbúar muni flytja inn í fyrstu íbúðirnar árið 2025. Gert er ráð fyrir að fleiri lóðir fari í uppbyggingu á þessu svæði árið 2024. Haldið verður áfram með lagna- og gatnavinnu ásamt yfirborðsfrágangi næstu tvö árin á svæði 1. Vinna við deiliskipulag á næstu svæðum (2, 6 og 7) heldur áfram árið 2024, ásamt hönnun á götum, grænum rýmum og Borgarlínu.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Staða: Í vinnslu
Stöðulýsing 1. júlí 2024
Svæði 1: Vinna við gatnagerð og lagnavinnu komin vel af stað. Uppbygging íbúða í fullum gangi.
Svæði 2: Vinna við deiliskipulag fyrsta hluta svæðisins lokið. Vinna við aðra hluta fer af stað í haust.
Önnur svæði: Vinna við deiliskipulag að fara af stað eða nú þegar í vinnslu í samstarfi við hagaðila á viðkomandi svæðum.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2024 |
Svæði 1: Vinna við gatnagerð og lagnavinnu komin vel af stað. Uppbygging íbúða í fullum gangi.
Svæði 2: Vinna við deiliskipulag fyrsta hluta svæðisins lokið. Vinna við aðra hluta fer af stað í haust.
Önnur svæði: Vinna við deiliskipulag að fara af stað eða nú þegar í vinnslu í samstarfi við hagaðila á viðkomandi svæðum.
|
Tengdar aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Markmið Reykjavíkurborgar í þróun nýrra athafnasvæða fyrir atvinnulíf til 2030 eru góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.