Hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Nýjar lausnir og hugmyndir í húsnæðismálum eru mikilvægar til að hvetja til nýsköpunar og framþróunar í uppbyggingu íbúða. Með verkefninu óskar Reykjavíkurborg eftir hugmyndum til þess að auka framboð af hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðirnar sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, í Gufunesi, í Elliðaárvogi (Bryggjuhverfi), við Stýrimannaskólann, á Veðurstofureit og í Skerjafirði
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Reykjavíkurborg hóf árið 2018 markvissa sókn í að bjóða upp á hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Verkefnið, sem er hluti af húsnæðisáætlun borgarinnar, tryggir að verðhækkanir íbúða fari ekki umfram vísitölu og að ágóði skili sér til kaupenda. Níu samstarfsaðilar voru valdir eftir opið ferli og hafa nú þegar verið afhentar um 250 íbúðir af þeim 700 sem áætlað er að reisa.
Dæmi um verkefni:
HOOS í Skerjafirði, Investis á Kjalarnesi, Variat á Veðurstofuhæð og Bryggjuhverfi III eru í undirbúningi.
Markmiðið er að skapa fjölbreyttar lausnir með áherslu á einfaldleika, sjálfbærni og raunverulegt aðgengi ungs fólks að öruggu húsnæði.
Í mars 2025 var undirrituð viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til að auka framboð húsnæðis og flýta uppbyggingu en þar var sérstaklega kveðið á um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu |
| Júlí 2024 | Framkvæmdir eru í gangi á húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Gufunesi og Úlfarsárdal. Fyrirspurnarteikningar eru farnar að berast fyrir Vatnsholt. Fornleifarannsóknir eru í gangi í tengslum við verkefnið á Kjalarnesi og enn ríkir óvissa með uppbyggingu í Skerjafirði, þar sem flutningur Reykjavíkurflugvallar hefur verið umdeildur og haft áhrif á framvindu verkefnisins. |
| Janúar 2024 | Framkvæmdir á hagkvæmu húsnæði eru í gangi í Gufunesi, Úlfarsárdal og á reit G í Bryggjuhverfi. Fyrirséð að framkvæmdir hefjist fljótlega á Sjómannaskólareit. |
| Júlí 2023 |
Framkvæmdir eru í gangi á þremur svæðum af níu. Búið er að úthluta í Gufunesi, Úlfarsárdal, og við Vatnsholt. Næstu úthlutun innan verkefnisins má vænta í Bryggjuhverfi 2024. Skerjafjörður hefur verið settur á pásu og óvíst með framhaldið enn sem komið er. Ýmsar tafir hafa orðið á einstökum verkefnum t.d. vegna ferginga og fornleifarannsókna. |
| Janúar 2023 | Framkvæmdum er að ljúka hjá Þorpinu í Gufunesi. Framkvæmdir eru í gangi hjá Hoffelli í Gufunesi og Urðarseli í Úlfarsárdal. Búið er að úthluta lóðum við Vatnsholt sem fara fljótlega í uppbyggingu. Næsta úthlutun lóðar verður væntanlega í Skerjafirði auk þess sem tvær lóðir í Bryggjuhverfi verða byggingarhæfar undir lok þessa árs. Deiliskipulagsvinna við Veðurstofuhæð áætluð árið 2023. |
| Júlí 2022 | Framkvæmdir eru í gangi á þremur svæðum af níu. Búið er að úthluta lóðum í Gufunesi, Úlfarsárdal, við Vatnsholt og Bryggjuhverfi. Næsta úthlutun lóðar verður væntanlega í Bryggjuhverfi á þessu ári 2022. |
Tengdar aðgerðir
Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Markmið Reykjavíkurborgar í þróun nýrra athafnasvæða fyrir atvinnulíf til 2030 eru góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.