No translated content text
Hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Nýjar lausnir og hugmyndir í húsnæðismálum eru mikilvægar til að hvetja til nýsköpunar og framþróunar í uppbyggingu íbúða. Með verkefninu óskar Reykjavíkurborg eftir hugmyndum til þess að auka framboð af hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðirnar sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, í Gufunesi, í Elliðaárvogi (Bryggjuhverfi), við Stýrimannaskólann, á Veðurstofureit og í Skerjafirði
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Framkvæmdir á hagkvæmu húsnæði eru í gangi í Gufunesi, Úlfarsárdal og á reit G í Bryggjuhverfi. Fyrirséð að framkvæmdir hefjist fljótlega á Sjómannaskólareit.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu |
Júlí 2023 |
Framkvæmdir eru í gangi á þremur svæðum af níu. Búið er að úthluta í Gufunesi, Úlfarsárdal, og við Vatnsholt. Næstu úthlutun innan verkefnisins má vænta í Bryggjuhverfi 2024. Skerjafjörður hefur verið settur á pásu og óvíst með framhaldið enn sem komið er. Ýmsar tafir hafa orðið á einstökum verkefnum t.d. vegna ferginga og fornleifarannsókna. |
Janúar 2023 | Framkvæmdum er að ljúka hjá Þorpinu í Gufunesi. Framkvæmdir eru í gangi hjá Hoffelli í Gufunesi og Urðarseli í Úlfarsárdal. Búið er að úthluta lóðum við Vatnsholt sem fara fljótlega í uppbyggingu. Næsta úthlutun lóðar verður væntanlega í Skerjafirði auk þess sem tvær lóðir í Bryggjuhverfi verða byggingarhæfar undir lok þessa árs. Deiliskipulagsvinna við Veðurstofuhæð áætluð árið 2023. |
Júlí 2022 | Framkvæmdir eru í gangi á þremur svæðum af níu. Búið er að úthluta lóðum í Gufunesi, Úlfarsárdal, við Vatnsholt og Bryggjuhverfi. Næsta úthlutun lóðar verður væntanlega í Bryggjuhverfi á þessu ári 2022. |
Tengdar aðgerðir
Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Markmið Reykjavíkurborgar í þróun nýrra athafnasvæða fyrir atvinnulíf til 2030 eru góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.