Ártúnshöfði

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Nýi Skerjafjörður er nýtt íbúahverfi sem verður byggt við suðurhluta Reykjavíkurflugvallar. Í hverfinu verða mismunandi tegundir íbúða fyrir íbúa með ólíkan bakgrunn. Áfram er unnið að undirbúningi móttöku lands frá Isavia og færslu girðingar til afmörkunar nýjum skipulagsmörkum skv. samþykktu deiliskipulagi. Stefnt er að breikkun núverandi grjótgarðs við Skerjafjörðinn um mitt ár 2024 til að skapa rými fyrir strætóleið sem tengist við Borgarlínustöð á Fossvogsbrú, hönnunarvinnu er að ljúka og hafinn er undirbúningur útboðs um efni.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2024

Stefnt er á efnisútboð síðla árs 2024 vegna breikkunar núverandi landfyllingar undir strætóleið úr Skerjafirði með tengingu inn á Borgarlínustöð við enda Fossvogsbrúar. Hönnunarvinna vegna hjólastíga er í gangi.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2024 Stefnt er á efnisútboð síðla árs 2024 vegna breikkunar núverandi landfyllingar undir strætóleið úr Skerjafirði með tengingu inn á Borgarlínustöð við enda Fossvogsbrúar. Hönnunarvinna vegna hjólastíga er í gangi.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

Svið innan Reykjavíkurborgar: