Keldur
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Keldur og Keldnaholt er byggt upp í samvinnu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna. Verkefnið er liður í Samgöngusáttmálanum og miðar að því að flýta uppbyggingu framtíðarhverfis á Keldum sem og framkvæmdum við Borgarlínu sem fer um hverfið endilangt. Skipulagsvinna fyrir svæðið er í undirbúningi og mun hefjast af fullum krafti á árinu 2024.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Staða: Í vinnslu
Stöðulýsing 1. júlí 2024
Skipulagsvinna í Keldnalandi er í fullum gangi. Nú stendur yfir kynningar- og samráðsferli um breytt skipulag á þessu svæði en áformað er að því ferli ljúki í byrjun árs 2026. Verklýsing aðalskipulagsbreytingar hefur verið gerð aðgengileg á skipulagsgatt.is og gefst þá tækifæri til að skoða gögnin og koma með ábendingar en athugasemdafrestur er til 31. október næstkomandi. Skoða í skipulagsgáttinni.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2024 | Skipulagsvinna í Keldnalandi er í fullum gangi. Nú stendur yfir kynningar- og samráðsferli um breytt skipulag á þessu svæði en áformað er að því ferli ljúki í byrjun árs 2026. Verklýsing aðalskipulagsbreytingar hefur verið gerð aðgengileg á skipulagsgatt.is og gefst þá tækifæri til að skoða gögnin og koma með ábendingar en athugasemdafrestur er til 31. október næstkomandi. Skoða í skipulagsgáttinni. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Markmið Reykjavíkurborgar í þróun nýrra athafnasvæða fyrir atvinnulíf til 2030 eru góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.