Keldur

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Keldur og Keldnaholt er byggt upp í samvinnu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna. Verkefnið er liður í Samgöngusáttmálanum og miðar að því að flýta uppbyggingu framtíðarhverfis á Keldum sem og framkvæmdum við Borgarlínu sem fer um hverfið endilangt. Skipulagsvinna fyrir svæðið er í undirbúningi og mun hefjast af fullum krafti á árinu 2024.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2025

Skipulagsvinna í Keldnalandi er í fullum gangi og hefur verið síðastliðið ár. Haustið 2024 fór fram kynningar- og samráðsferli til að vekja athygli á verklýsingu aðalskipulags og vinningstillögu ráðgjafa. Opið hús var haldið í Tilraunastöð HÍ að Keldum, gönguferð með leiðsögn um Kálfamóa, kynningarfundur á Borgarbókasafni í Spönginni og sýning á verðlaunatillögu FOJAB arkitekta. Um þessar mundir stendur yfir næsti fasi kynningar- og samráðsferlis þar sem drög að aðalskipulagsbreytingu, rammahluta og umhverfismati áætlana eru í kynningu. Opið er fyrir ábendingar og athugasemdir á skipulagsgatt.is til 3. september.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2024 Skipulagsvinna í Keldnalandi er í fullum gangi. Nú stendur yfir kynningar- og samráðsferli um breytt skipulag á þessu svæði en áformað er að því ferli ljúki í byrjun árs 2026. Verklýsing aðalskipulagsbreytingar hefur verið gerð aðgengileg á skipulagsgatt.is og gefst þá tækifæri til að skoða gögnin og koma með ábendingar en athugasemdafrestur er til 31. október næstkomandi. Skoða í skipulagsgáttinni.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

Svið innan Reykjavíkurborgar: