Ný kortasjá um uppbyggingu húsnæðis
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Til að bæta upplýsingamiðlun um uppbyggingu íbúða í borginni verður gagnvirkt upplýsingakort þróað sem mun sýna hvar verið er að byggja í Reykjavík og hver framtíðar uppbyggingarsvæði eru. Hægt verður að skoða eftir mismunandi byggingarstigum og eftir hverfum: íbúðir í byggingu, íbúðir í samþykktu deiliskipulagi, íbúðir í skipulagsferli og íbúðir á þróunarsvæðum. Alls eru þetta upplýsingar um rúmlega 26 þúsund íbúðir úr húsnæðisáætlun sem munu vera sýnilegar á kortinu. Til að setja þessa miklu uppbyggingu í samhengi eru í dag um 58 þúsund íbúðir í Reykjavík.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022
Stöðulýsing 1. júlí 2022
Atvinnu- og borgarþróunarteymið hafði frumkvæðið að verkefninu og vann greiningarvinnu, hönnunar- og þróunarvinnu í samstarfi við Þjónustu- og nýsköpunarsvið (ÞON) og Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR). Áframhaldandi þróun á fram- og bakenda er í höndum ÞON og LUKR í samstarfi við Atvinnu- og borgarþróunarteymi. Vefsjáin var opnuð á kynningarfundi 4. nóvember 2022.
Eldri stöðulýsingar
Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Framvinda
Tímasetning | Lýsing framvindu |
Júlí 2022 |
Atvinnu- og borgarþróunarteymið hafði frumkvæðið að verkefninu og vann greiningarvinnu, hönnunar- og þróunarvinnu í samstarfi við Þjónustu- og nýsköpunarsvið (ÞON) og Landupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR). Áframhaldandi þróun á fram- og bakenda er í höndum ÞON og LUKR í samstarfi við Atvinnu- og borgarþróunarteymi. Vefsjáin var opnuð á kynningarfundi 4. nóvember 2022. |
Tengdar aðgerðir
Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Aðgerðir
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Uppfært | Svið |
---|---|---|---|---|
Húsnæðisáætlun | Í vinnslu | 2022 | Júlí 2022 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara Umhverfis- og skipulagssvið |
Húsnæði fyrir fatlað fólk | Í vinnslu | 2022 | Júlí 2022 | Velferðarsvið Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara Umhverfis- og skipulagssvið |
Ný kortasjá um uppbyggingu húsnæðis | Í vinnslu | 2022 | Júlí 2022 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Grænt húsnæði framtíðarinnar | Í vinnslu | 2026 | Júlí 2022 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
Hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur | Í vinnslu | 2025 | Júlí 2022 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara Umhverfis- og skipulagssvið |
Reinventing Cities | Í vinnslu | 2026 | Júlí 2022 | Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara Umhverfis- og skipulagssvið |
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun Markmið Reykjavíkurborgar í þróun nýrra athafnasvæða fyrir atvinnulíf til 2030 eru góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.