Grænt húsnæði framtíðarinnar
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Verkefni snýr að samstarfi á fimm lóðum til að styðja við uppbyggingu vistvænni mannvirkja þar sem dregið er úr neikvæðum áhrifum á loftslag og umhverfi. Verkefnið er hluti Græna plans Reykjavíkur og tekur mið af aðalskipulagi og loftslagsstefnu en í því er horft heildrænt á efnahagslega-, samfélagslega og umhverfislega sjálfbærni. Lóðirnar sem um ræðir eru: Arnarbakki 6, Völvufell 13-23, Völvufell 43, Frakkastígur 1 og Veðurstofureitur.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2026
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Undirbúningsvinna er hafin við Veðurstofuhæð. Búið er að veita félaginu Grænt húsnæði ehf. vilyrði fyrir lóð á svæðinu. Samtal um deiliskipulag hafið við alla uppbyggingaraðila með lóðavilyrði. Framkæmdir á Frakkastíg 1 hafnar. Viðræðum við aðila sem var hlutskarpastur í samkeppninni um Arnarbakka hefur verið slitið þar sem hann var ekki tilbúinn að fá lóðinni úthlutaðri að svo stöddu. Teymi sem var næst hlutskarpast hefur í stað verið boðið til viðræðna og eu þær viðræður í gangi. Úthlutun á lóðum í Völvufelli er fast í skipulagsvinnu sem hefur tafist.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 | Síðla vetrar 2022 var leitað til hönnuða sem komið höfðu að samkeppninni um Grænt húsnæði framtíðarinnar um að skila inn hugmyndum að deiliskipulagsáætlun fyrir Veðurstofuhæð. Í lok júní 2023 var Lendager Group valið til að halda utan um skipulagsvinnuna. Sumar og haust 2023 hefur verkefnið verið kynnt fyrir hagaðilum, s.s. FSRE, Veðurstofu Íslands, Veitum og handhafa lóðarvilyrða. Framundan er svo hin eiginlega deiliskipulagsgerð í samstarfi við haghafa. Á Frakkastíg hafa samningar verið undirritaðir og Iða sem er uppbyggingaraðili á svæðinu undirbýr framkvæmd. Á Arnarbakka og Völvufelli er unnið að samningum. | |
Janúar 2023 | Samningur við Iðu um lóðaúthlutun á Frakkastíg 1 var undirritaður. Iða hyggst hanna og byggja fjölbýlishús á Frakkastíg 1 sem unnið verður eftir aðferðum hringrásarhagkerfisins. Húsið sem kallast Græni Klettur með vísan í Hvítserk á Vatnsnesi mun bera með sér a.m.k. 50% minni losun en viðmiðunarhús. Eitt skref í því er að huga að byggingarefnunum og vera ekki sífellt að henda dýrmætum auðlindum, heldur upphanna og skapa nýtt. Áfram er unnið að lóðaúthlutunum fyrir hinar fjórar lóðirnar og stendur til að bjóða hlutskörpustu teymunum til samningaviðræðna. | |
Júlí 2022 | Auglýst var eftir tillögum að vistvænni húsnæðisþróun á fimm lóðum í Reykjavík. Vinningsteymi voru fundin af samkeppnisdómnefnd fyrir hverja lóð fyrir sig. Lögfræðiteymið vinnur að kröfulýsingum og stendur til að bjóða teymum til samningaviðræðna. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Markmið Reykjavíkurborgar í þróun nýrra athafnasvæða fyrir atvinnulíf til 2030 eru góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.