Húsnæði fyrir fatlað fólk
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Endurskoða á uppbyggingaráætlun húsnæðis fyrir fatlað fólk en samkvæmt lögum ber Reykjavíkurborg að tryggja fötluðu fólki viðeigandi húsnæði. Með húsnæði fyrir fatlað fólk er átt við húsnæðisúrræði í skilningi reglugerðar nr. 370/2016 um húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 39/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar er um að ræða íbúðarhúsnæði sem gert hefur verið aðgengilegt fyrir tiltekna notkun eða skilgreint sérstaklega fyrir tiltekinn hóp fatlaðs fólks.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Aðgerð lokið. Borgarráð samþykkti 11. ágúst 2022 endurskoðaða áætlun frá 2017 um húsnæði fatlaðs fólks. Endurskoðuð áætlun nær til 2028 og er um að ræða 20 íbúðakjarna með 120 íbúðum og tveimur færanlegum húsnæðisteymum sem myndu veita 48 einstaklingum stuðning, alls 168 íbúðir ásamt starfsmannaaðstöðu. Heildarkostnaður til ársins 2028 er talinn 3.688 m.kr. á verðlagi ársins 2022 með stofnkostnaði.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 | Þann 11. ágúst 2022 samþykkti borgarráð endurskoðaða áætlun, til viðbótar við áætlun frá 2017, um uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Endurskoðuð áætlun nær til 2028 og er um að ræða 20 íbúðakjarna með 120 íbúðum og tveimur færanlegum húsnæðisteymum sem myndu veita 148 einstaklingum stuðning. Alls eru þetta 168 íbúðir ásamt starfsmannaaðstöðu. Heildarkostnaður til ársins 2028 er talinn 3.688 m.kr. á verðlagi ársins 2022 með stofnkostnaði. Samþykkt borgarráðs byggir á vinnu starfshóps sem skipaður var með erindisbréfi borgarstjóra þann 28. mars 2022 og skilaði niðurstöðum í maí sama ár. Eftir yfirferð fjármála- og áhættustýringarsviðs voru tillögur hópsins lagðar fyrir borgarráð í ágúst og samþykktar eins og að framan greinir. | |
Júlí 2022 | Starfshópur velferðarsviðs, umhverfis- og skipulagssviðs og Félagsbústaða lauk vinnu við að endurskoða uppbyggingu fyrir fatlað fólk. Áætlunin er til viðbótar gildandi áætlun frá 2017 og nær til 2028. Um er að ræða 20 íbúðakjarna með 120 íbúðum og tveimur færanlegum húsnæðisteymum sem myndu veita 48 einstaklingum stuðning, alls 168 íbúðir ásamt starfsmannaaðstöðu. Heildarkostnaður til ársins 2028 er talinn 3.688 m.kr. á verðlagi ársins 2022 með stofnkostnaði. Auk endurskoðaðrar áætlunar lagði hópurinn til að stofnaður verði samráðshópur velferðarsviðs, umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og Félagsbústaða til að ákvarða staðsetningu húsnæðis fyrir fatlað fólk og skilgreina byggingarreiti. Gert er ráð fyrir að hópurinn taki til starfa á haustdögum 2022. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Markmið Reykjavíkurborgar í þróun nýrra athafnasvæða fyrir atvinnulíf til 2030 eru góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.