Reinventing Cities
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Reinventing Cities er alþjóðleg samkeppni sem kallar eftir framúrskarandi hugmyndum að uppbyggingarverkefnum, frá sjónarmiði borgarþróunar og loftslags- og umhverfismála. Samkeppnin hvetur til hugmynda sem sýna fram á skapandi hugsun og bjarta framtíðarsýn með grænna og vistvænna borgarumhverfi í huga. Reykjavíkurborg bauð fram tvær lóðir í samkeppnina árið 2020 Sævarhöfða 31 og Gufunesbryggju. 2018 voru lóðir við Lágmúla og Malarhöfða boðnar út.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2026
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Áfram er unnið að samningum. Búið er að semja við aðila um uppbyggingu á Ártúnshöfða en vantar enn deiliskipulag. Mikill áhugi á Lágmúla og vinnur borgin og Veitur að því að leysa þau lagnamál sem standa í veg fyrir áframhaldandi þróun. Skipt var um viðmælanda vegna Sævarhöfða 31.
Lóðavilyrði samþykkt við Þorpið vegna verkefnis þeirra á Gufunesbryggju.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 | Unnið er að samningum. Búið er að semja við aðila um uppbyggingu á Ártúnshöfða en vantar deiliskipulag. Mikill áhugi á Lágmúla en lögn þvert á lóð stendur í vegi fyrir að skipulagsvinna hefjist. Unnið að því að leysa það í samstarfi við Veitur. Einnig er unnið að samningum vegna Sævarhöfða 31 og viðræður einnig í gangi við Þorpið vegna vilyrðis um Gufunesbryggju. | |
Janúar 2023 | Áfram er unnið að Reinventing Cities verkefnunum á skipulagsstigi og í samningum til að trygga að hægt sé að raungera hugmyndina. | |
Júlí 2022 | Samkeppni er lokið fyrir Sævarhöfða og vinningstillaga fundin. Teymi vinnur að úrbótum eftir að hafa móttekið athugasemdir við tillögu fyrir Gufunesbryggju. Lögfræðiteymi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara vinnur að samningum við Veitur vegna Lágmúla. Búið er að semja vegna verkefnis á Malarhöfða við Ártún. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Markmið Reykjavíkurborgar í þróun nýrra athafnasvæða fyrir atvinnulíf til 2030 eru góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.