Reinventing Cities

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Reinventing Cities er alþjóðleg samkeppni sem kallar eftir framúrskarandi hugmyndum að uppbyggingarverkefnum, frá sjónarmiði borgarþróunar og loftslags- og umhverfismála. Samkeppnin hvetur til hugmynda sem sýna fram á skapandi hugsun og bjarta framtíðarsýn með grænna og vistvænna borgarumhverfi í huga. Reykjavíkurborg bauð fram tvær lóðir í samkeppnina árið 2020 Sævarhöfða 31 og Gufunesbryggju. 2018 voru lóðir við Lágmúla og Malarhöfða boðnar út.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2026

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Áfram er unnið að samningum. Búið er að semja við aðila um uppbyggingu á Ártúnshöfða en vantar enn deiliskipulag. Mikill áhugi á Lágmúla og vinnur borgin og Veitur að því að leysa þau lagnamál sem standa í veg fyrir áframhaldandi þróun. Skipt var um viðmælanda vegna Sævarhöfða 31.

Lóðavilyrði samþykkt við Þorpið vegna verkefnis þeirra á Gufunesbryggju.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023 Unnið er að samningum. Búið er að semja við aðila um uppbyggingu á Ártúnshöfða en vantar deiliskipulag. Mikill áhugi á Lágmúla en lögn þvert á lóð stendur í vegi fyrir að skipulagsvinna hefjist. Unnið að því að leysa það í samstarfi við Veitur. Einnig er unnið að samningum vegna Sævarhöfða 31 og viðræður einnig í gangi við Þorpið vegna vilyrðis um Gufunesbryggju.
  Janúar 2023   Áfram er unnið að Reinventing Cities verkefnunum á skipulagsstigi og í samningum til að trygga að hægt sé að raungera hugmyndina.
  Júlí 2022 Samkeppni er lokið fyrir Sævarhöfða og vinningstillaga fundin. Teymi vinnur að úrbótum eftir að hafa móttekið athugasemdir við tillögu fyrir Gufunesbryggju. Lögfræðiteymi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara vinnur að samningum við Veitur vegna Lágmúla. Búið er að semja vegna verkefnis á Malarhöfða við Ártún.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar: