Efla forvarnir

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Endurnýja stefnu í forvarnamálum fyrir Reykjavíkurborg. Stefnan verði unnin í þverfaglegu samstarfi við þá aðila innan borgarinnar sem koma að þjónustu við börn og unglinga.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. júlí 2025

Stefnan hefur verið samþykkt.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning Lýsing framvindu
Janúar 2024 Aðgerð lokið. Áætlun er komin í umsagnarferli til fagráða og að því loknu mun áætlunin fara fyrir borgarráð og borgarstjórn til samþykktar.  Reikna má með að hún verði fullafgreidd um miðbik febrúar. 
Júlí 2023

Búið er að skipa hóp með erindisbréfi og hann hefur tekið til starfa.

Janúar 2023   Starfshópurinn er að ljúka störfum og mun á næstu vikum leggja fram drög að nýrri forvarnaráætlun. Drögin verða kynnt fyrir ábyrgðaraðilum forvarnar- og heilsueflingarmála hjá Reykjavíkurborg og að því loknu lögð fram til samþykktar. Ekki er komin lokadagsetning á þessa vinnu en reikna má með að henni ljúki í lok apríl 2023.
Júlí 2022 Ákveðið var að gera forvarnaáætlun undir lýðheilsustefnu Reykjavíkurborgar í stað nýrrar forvarnastefnu. Samstarfshópur hefur verið skipaður með erindisbréfi. Formaður er Óskar Dýrmundur Ólafsson framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar: