Endurskoðun skipulags velferðarsviðs
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Skipulag velferðarsviðs verður einfaldað með það að markmiði að geta betur mætt sívaxandi þörf fyrir sérhæfingu samhliða samstilltri og skilvirkri þjónustu. Verður það gert með því að:
- Efla hlutverk fagskrifstofa velferðarsviðs með það að markmiði að auka gæðastýringu, samhæfingu og eftirlit með þjónustuveitingu. Þessu verkefni skal lokið fyrir árslok 2024.
- Verkefnið Betri borg fyrir börn verður yfirfært á fjögur þjónustusvæði í samstarfi við skóla- og frístundasvið. Þessu verkefni skal lokið fyrir árslok 2022.
- Sérhæfð teymi sett á laggirnar sem sinna veigamiklum málaflokkum þvert á velferðarsvið. Þessu verkefni skal lokið fyrir árslok 2022. Skipurit þjónustumiðstöðva verður endurskoðuð með áherslu á samræmingu á milli hverfa.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Aðgerðum er lokið og yfirstandandi er áframhaldandi hugmyndavinna vegna aukinnar gæðastýringar, samhæfingar og eftirlits á þeim skrifstofum sem veita stoðþjónustu. Hluti af þeim skipulagsbreytingum sem ráðist var í við innleiðingu velferðarstefnunnar var að auka eftirlitshlutverk fagskrifstofa VEL (skrifstofur málefna fatlaðs fólks, öldrunarmála og ráðgjafar). Meðal annars var ráðið í tvö stöðugildi til eins árs með styrk frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, til að sinna eftirliti og úttektum í málaflokki fatlaðs fólks.
Betri borg fyrir börn hefur verið yfirfært á öll þjónustusvæði í samstarfi við skóla- og frístundasvið.
Eftirfarandi sérhæfð teymi voru sett á laggirnar sem sinna veigamiklum málaflokkum þvert á velferðarsvið: Vettvangs- og ráðgjafateymi (VoR) sem sinnir þjónustu við heimilislaust fólk, Keðjan stuðningsþjónusta fyrir börn, Alþjóðateymi, Virknihús og Teymi um farsæld barna.
Í byrjun árs 2025 voru gerðar stjórnskipulagsbreytingar í þjónustu við fatlað fólk. Þjónusta og rekstur málaflokksins var færður frá miðstöðvum til miðlægrar skrifstofu í Borgartúni. Markmið breytinganna var meðal annars að auka gæði þjónustu við fatlað fólk og stuðla að aukinni skilvirkni við framkvæmd þjónustu með betri nýtingu fjármagns og mannauðs.
Vinna er hafin við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar velferðarstefnu sem mun fela í sér áframhaldandi áherslu á skilvirka, notendavæna og heildstæða velferðarþjónustu.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu |
| Janúar 2024 | Verkefninu er lokið að stærstum hluta. Verklag hefur verið yfirfarið og bætt á mörgum sviðum. Gerðar hafa verið nokkrar viðmiklar kannanir á viðhorfum þjónustuþega til ýmissa málefna. Samhæfing þjónustuveitinga er rædd á samráðsvettvangi skrifstofunnar og stjórnenda í fötlunarmálum á miðstöðvum borgarinnar, sem og á fundum með ráðgjöfum. |
| Júlí 2023 |
Verklag hefur verið yfirfarið og bætt á mörgum sviðum. Gerðar hafa verið nokkrar viðmiklar kannanir á viðhorfum þjónustuþega til ýmissa málefna. Samhæfing þjónustuveitinga er rædd á samráðsvettvangi skrifstofunnar og stjórnenda í fötlunarmálum á miðstöðvum borgarinnar, sem og á fundum með ráðgjöfum. Verkefnið Betri borg fyrir börn hefur tekið til starfa í öllum fjórum borgarhlutum Reykjavíkurborgar. Innleiðing verkefnsins er yfirstandandi. Samræmt skipurit miðstöðva var staðfest í velferðarráði í október 2021 en nú stendur yfir vinna við að tryggja að sú þjónusta sem veitt verður á miðstöðvunum verði samræmd yfir borgina. Búið er að skipa í fjögur samræmingarteymi, eitt fyrir hverja miðstöð, með fulltrúum deildarstjóra innan hvers málaflokks, til að tryggja samræmd vinnubrögð og jafnræði í þjónustu milli borgarhluta. Verklag hefur verið yfirfarið og bætt á mörgum sviðum. Gerðar hafa verið nokkrar viðmiklar kannanir á viðhorfum þjónustuþega til ýmissa málefna. Samhæfing þjónustuveitinga er rædd á samráðsvettvangi skrifstofunnar og stjórnenda í fötlunarmálum á miðstöðvum borgarinnar, sem og á fundum með ráðgjöfum. |
| Janúar 2023 | Verkefnið Betri borg fyrir börn hefur tekið til starfa í öllum fjórum borgarhlutum Reykjavíkurborgar (Lokið). Öll sérhæfð teymi hafa tekið til starfa (Lokið). Markmiðið að auka hlutverk fagskrifstofa velferðarsviðs er í vinnslu og á að ljúka í árslok 2024. |
| Júlí 2022 |
Verklag á skrifstofu málefna fatlaðs fólks varðandi kvartanir og athugasemdir í búsetuþjónustu velferðarsviðs hefur verið samþykkt og er komið í Upplýsingabrunn á Workplace. Verkefnið Betri borg fyrir börn hefur tekið til starfa í öllum fjórum borgarhlutum Reykjavíkurborgar, en verkefnið gengur út á að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi og færa hana í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna, veita viðeigandi stuðning sem fyrst og þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustumiðstöð hverfisins. Öll sérhæfð teymi hafa tekið til starfa. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
- Velferðarstefna Reykjavíkurborgar til 2030 (3.1.3, 3.1.5, 3.1.6)
Tengdar aðgerðir
| Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Svið |
|---|---|---|---|
| Innleiðing aðgerða matarstefnu | Í vinnslu | 2025 | Velferðarsvið Skóla- og frístundasvið o.fl. |
| Fræðsla fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar sem styður við áherslur velferðarstefnu borgarinnar |
Lokið | 2024 | Velferðarsvið |
| Rafræn þjónustumiðstöð - fyrsta stopp notanda | Lokið | 2023 | Velferðarsvið |
| Efla notkun rafrænna lausna í velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar | Í vinnslu | 2025 | Velferðarsvið Þjónustu- og nýsköpunarsvið |
| Endurskoðun skipulags velferðarsviðs | Í vinnslu | 2024 | Velferðarsvið |
| Skilgreina og mæla reglubundið þjónustuþætti velferðarsviðs | Í vinnslu | 2024 | Velferðarsvið |
| Auka valdeflingu notenda velferðarsviðs | Í vinnslu | 2025 | Velferðarsvið |
| Lágþröskuldaþjónusta | Í vinnslu | 2025 | Velferðarsvið Skóla- og frístundasvið |
| Efla forvarnir | Í vinnslu | 2025 | Velferðarsvið Skóla- og frístundasvið Íþrótta- og tómstundasvið |
| Efla gagnadrifna ákvarðanatöku innan velferðarsviðs | Í vinnslu | 2025 | Velferðarsvið |
| Auka margbreytileika í hópi starfsfólks velferðarsviðs | Í vinnslu | 2025 | Velferðarsvið |
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.