Endurskoðun skipulags velferðarsviðs

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Skipulag velferðarsviðs verður einfaldað með það að markmiði að geta betur mætt sívaxandi þörf fyrir sérhæfingu samhliða samstilltri og skilvirkri þjónustu. Verður það gert með því að:

- Efla hlutverk fagskrifstofa velferðarsviðs með það að markmiði að auka gæðastýringu, samhæfingu og eftirlit með þjónustuveitingu. Þessu verkefni skal lokið fyrir árslok 2024.

- Verkefnið Betri borg fyrir börn verður yfirfært á fjögur þjónustusvæði í samstarfi við skóla- og frístundasvið. Þessu verkefni skal lokið fyrir árslok 2022.

- Sérhæfð teymi sett á laggirnar sem sinna veigamiklum málaflokkum þvert á velferðarsvið. Þessu verkefni skal lokið fyrir árslok 2022. Skipurit þjónustumiðstöðva verður endurskoðuð með áherslu á samræmingu á milli hverfa.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Verkefninu er lokið að stærstum hluta. Verklag hefur verið yfirfarið og bætt á mörgum sviðum. Gerðar hafa verið nokkrar viðmiklar kannanir á viðhorfum þjónustuþega til ýmissa málefna. Samhæfing þjónustuveitinga er rædd á samráðsvettvangi skrifstofunnar og stjórnenda í fötlunarmálum á miðstöðvum borgarinnar, sem og á fundum með ráðgjöfum.

Eldri stöðulýsingar

Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2023

Verklag hefur verið yfirfarið og bætt á mörgum sviðum. Gerðar hafa verið nokkrar viðmiklar kannanir á viðhorfum þjónustuþega til ýmissa málefna. Samhæfing þjónustuveitinga er rædd á samráðsvettvangi skrifstofunnar og stjórnenda í fötlunarmálum á miðstöðvum borgarinnar, sem og á fundum með ráðgjöfum. Verkefnið Betri borg fyrir börn hefur tekið til starfa í öllum fjórum borgarhlutum Reykjavíkurborgar.  Innleiðing verkefnsins er yfirstandandi. Samræmt skipurit miðstöðva var staðfest í velferðarráði í október 2021 en nú stendur yfir vinna við að tryggja að sú þjónusta sem veitt verður á miðstöðvunum verði samræmd yfir borgina.  Búið er að skipa í fjögur samræmingarteymi, eitt fyrir hverja miðstöð, með fulltrúum deildarstjóra innan hvers málaflokks, til að tryggja samræmd vinnubrögð og jafnræði í þjónustu milli borgarhluta. Verklag hefur verið yfirfarið og bætt á mörgum sviðum. Gerðar hafa verið nokkrar viðmiklar kannanir á viðhorfum þjónustuþega til ýmissa málefna. Samhæfing þjónustuveitinga er rædd á samráðsvettvangi skrifstofunnar og stjórnenda í fötlunarmálum á miðstöðvum borgarinnar, sem og á fundum með ráðgjöfum.

Janúar 2023   Verkefnið Betri borg fyrir börn hefur tekið til starfa í öllum fjórum borgarhlutum Reykjavíkurborgar (Lokið). Öll sérhæfð teymi hafa tekið til starfa (Lokið). Markmiðið að auka hlutverk fagskrifstofa velferðarsviðs er í vinnslu og á að ljúka í árslok 2024.
Júlí 2022

Verklag á skrifstofu málefna fatlaðs fólks varðandi kvartanir og athugasemdir í búsetuþjónustu velferðarsviðs hefur verið samþykkt og er komið í Upplýsingabrunn á Workplace.

Verkefnið Betri borg fyrir börn hefur tekið til starfa í öllum fjórum borgarhlutum Reykjavíkurborgar, en verkefnið gengur út á að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi og færa hana í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna, veita viðeigandi stuðning sem fyrst og þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustumiðstöð hverfisins.

Öll sérhæfð teymi hafa tekið til starfa.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: