Fræðsla fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar sem styður við áherslur velferðarstefnu borgarinnar
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Fræðslan verður fyrir allt starfsfólk velferðarsviðs þar sem lögð er áhersla á notendamiðaða hönnun, menningarnæmi og þjónustumenningu. Fræðslan er lykilaðgerð til að ná fram markmiðum velferðarstefnu og til að breyta þjónustumenningu sviðsins. Fræðslan styður við fjórar stefnuáherslur velferðarstefnu:
- Engin tvö eru eins
- Virðing og umhyggja
- Frumkvæði og forvarnir
- Fagmennska og framsýni
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Torgið, fræðslukerfi borgarinnar var opnað á velferðarsviði í júní 2023. Nú stendur innleiðing yfir en fjöldi starfsmanna hefur þegar nýtt sér Torgið. Þar er meðal annars að finna fræðslu um menningarnæmi og þjónustu.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 |
Öll fræðsludagskrá sviðsins sem sett er upp er unnin út frá velferðarstefnu. Verið er að innleiða Torgið, stafrænt fræðslukerfi fyrir starfsmenn borgarinnar og færa ákveðna fræðslu yfir á stafrænt form. |
|
Janúar 2023 | Öll fræðsludagskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er unnin út frá velferðarstefnu. Verið er að innleiða Torgið, sem er stafrænt fræðslukerfi fyrir starfsmenn borgarinnar og færa ákveðna fræðslu yfir á stafrænt form. | |
Júlí 2022 | Öll fræðsludagskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er unnin út frá velferðarstefnu. Verið er að innleiða Torgið, sem er stafrænt fræðslukerfi fyrir starfsmenn borgarinnar og færa ákveðna fræðslu yfir á stafrænt form. Fræðsla um menningarnæmi er samstarfsverkefni allra sviða, gera má þó ráð fyrir að velferðarsvið sérhanni fræðslu um menningarnæmi að hluta. |
Tengdar aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.