Fræðsla fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar sem styður við áherslur velferðarstefnu borgarinnar

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Fræðslan verður fyrir allt starfsfólk velferðarsviðs þar sem lögð er áhersla á notendamiðaða hönnun, menningarnæmi og þjónustumenningu. Fræðslan er lykilaðgerð til að ná fram markmiðum velferðarstefnu og til að breyta þjónustumenningu sviðsins. Fræðslan styður við fjórar stefnuáherslur velferðarstefnu:

  1. Engin tvö eru eins
  2. Virðing og umhyggja
  3. Frumkvæði og forvarnir
  4. Fagmennska og framsýni

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Torgið, fræðslukerfi borgarinnar var opnað á velferðarsviði í júní 2023. Nú stendur innleiðing yfir en fjöldi starfsmanna hefur þegar nýtt sér Torgið. Þar er meðal annars að finna fræðslu um menningarnæmi og þjónustu.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Öll fræðsludagskrá sviðsins sem sett er upp er unnin út frá velferðarstefnu. Verið er að innleiða Torgið, stafrænt fræðslukerfi fyrir starfsmenn borgarinnar og færa ákveðna fræðslu yfir á stafrænt form.

  Janúar 2023   Öll fræðsludagskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er unnin út frá velferðarstefnu. Verið er að innleiða Torgið, sem er stafrænt fræðslukerfi fyrir starfsmenn borgarinnar og færa ákveðna fræðslu yfir á stafrænt form.
  Júlí 2022 Öll fræðsludagskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er unnin út frá velferðarstefnu. Verið er að innleiða Torgið, sem er stafrænt fræðslukerfi fyrir starfsmenn borgarinnar og færa ákveðna fræðslu yfir á stafrænt form. Fræðsla um menningarnæmi er samstarfsverkefni allra sviða, gera má þó ráð fyrir að velferðarsvið sérhanni fræðslu um menningarnæmi að hluta.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: