Lágþröskuldaþjónusta

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Skilgreina og koma á lágþröskuldaþjónustu við börn og fjölskyldur þar sem því verður við komið í samræmi við stefnu ríkisins um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Búið er að halda tvær vinnustofur um lágþröskuldaþjónustu, vor 2022 og 2023.  Allir ferlar sem varða þjónustu borgarinnar í tengslum við Betri borg fyrir börn eru til kynningar á sameiginlegum fundi beggja ráða í lok janúar og til kynningar á vettvang stofnana vorið 2024.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Búið er halda vinnustofu með öllum ráðgjöfum Betri borgar fyrir börn varðandi skilgreiningu á lágþröskuldaþjónustu.

  Janúar 2023   Búið er halda vinnustofu með öllum ráðgjöfum Betri borgar fyrir börn varðandi skilgreiningu á lágþröskuldaþjónustu. Í október 2022 voru skilgreindir tengiliðir í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar sem og málstjórar á miðstöðvum hennar. Innleiðing verklags, eyðublaða og samstarfs 1., 2. og 3. þjónustustigsins er í fullum gangi og verður fylgt eftir næstu misseri. Tilraunaverkefni eða notendarannsókn framkvæmd haust 2022 í tveimur skólum og miðstöðvum. Innleiðingaráætlun gerð í framhaldi heildstætt fyrir borgina. Vinna í tengslum við farsæld og samskipti þjónustustiganna verður kláruð vor 2023.
  Júlí 2022 Búið er halda vinnustofu með öllum ráðgjöfum Betri borgar fyrir börn varðandi skilgreiningu á lágþröskuldaþjónustu. Í október verða skilgreindir tengiliðir í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar sem og málstjórar á miðstöðvum hennar. Innleiðing verklags, eyðublaða og samstarfs 1. og 2. þjónustustigsins er í fullum gangi og verður fylgt eftir næstu misseri.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: