Efla notkun rafrænna lausna í velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Auka á nýtingu stafrænna lausna með það að markmiði að bæta upplifun notenda, einfalda innri ferla og nýta gögn í þágu notenda þjónustunnar. Með það að markmiði á að endurnýja grunnkerfi velferðarsviðs og tryggja samþættingu milli þeirra.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Um er að ræða yfirgripsmikið verkefni. Rafræn miðstöð hefur síðustu ár unnið fjölda umbótaverkefna sem heyra undir þessa aðgerð. Í dag eru átta stór verkefni af þessu tagi í gangi hjá miðstöðinni.  Mínar síður eru komnar í loftið og þar er hægt að sækja um alla þjónustu velferðarsviðs.  Smíði Ráðgjafans er í fullum gangi og stefnt er að hann verði kominn í virkni fyrir alla málaflokka á þessu ári. Innleiðing er í startholum á dala.care fyrir heima-, stoð-, og stuðningsþjónustu. Ósk/Veita er í lægri forgangi og kerfi fyrir Barnavernd er í skoðun.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Nokkur verkefni eru í gangi á velferðarsviði sem miða að því að uppfylla þessa aðgerð. Kerfið „S5“ hefur verið innleitt í tengslum við umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði, þjónustuíbúðir og sértækt húsnæði fyrir fatlað fólk. Kerfið „Ráðgjafinn“ er tilbúið fyrir ráðgjöf, mat á þjónustu, útfærslu þjónustu o.fl. við fatlað fólk. Innleiðing stendur yfir og er áætlað að henni ljúki í lok ágúst 2023. Unnið er að útvíkkun Ráðgjafans þannig að hann geti einnig tekið til heimastuðnings. Útboðsferli er yfirstandandi fyrir nýtt Stuðningskerfi VEL (Heimaþjónustu- og búsetukerfi) sem gerir starfsfólki kleift að skrá rafrænt skilaboð og athugasemdir varðandi veitta þjónustu. Kerfið einfaldar starfsfólki störf sín og tryggir einnig öryggi upplýsinga sem hingað til hafa verið skráðar á blöð sem eru afhent við vaktaskipti. Fimm tilboð bárust og er úrvinnsla yfirstandandi.

  Janúar 2023   Allar umsóknir sem á að vera hægt að nálgast rafrænt hafa verið rafvæddar. Sumt á ekki að sækja til Rafrænnar miðstöðvar og er þá íbúum beint í rétta átt af vef Reykjavíkurborgar. Rafræn miðstöð vinnur að gríðarmörgum verkefnum með þjónustu- og nýsköpunarsviði sem snúa að rafvæðingu og skilvirkni ferla.
  Júlí 2022

Allar umsóknir sem á að vera hægt að nálgast rafrænt hafa verið rafvæddar. Sumt á ekki að sækja til Rafrænnar miðstöðvar, t.d. heimahjúkrun og atvinnu- og virkni fyrir fatlað fólk og er þá íbúum beint í rétta átt af vef Reykjavíkurborgar.

Rafræn miðstöð vinnur að gríðarmörgum verkefnum með þjónustu- og nýsköpunarsviði sem snúa að rafvæðingu og skilvirkni ferla, t.d. umbætur á fjárhagsaðstoð í Ósk/Veitu, yfirfærsla akstursþjónustu í Mínar síður/Veitu, innleiðingu á Ráðgjafanum fyrir ráðgjöf og stoð- og stuðningsþjónustu í málaflokki fatlaðs fólks, S5 fyrir félagslegt leiguhúsnæði, greiningu og hönnun á ferli í málaflokki virkni og ráðgjafar með það að markmiði að færa málaflokkinn í Ráðgjafann, stafrænni umbreyting á skólaþjónustu samhliða verkefninu Betri borg fyrir börn, útboðsvinnu á heimaþjónustu- og búsetukerfi, rafrænum lausnum í tölfræði velferðarsviðs, innleiðingu á Hlöðunni, M365, Teams símkerfi og fleiru.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: