Innleiðing aðgerða matarstefnu

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Matarstefna borgarinnar fléttast inn í ýmsa þætti líkt og borgarumhverfi, umhverfisvernd og heilsueflingu. Með aðgerðaráætlun matarstefnu er stuðlað að þróun og mótun samfélagsins í sátt við umhverfi og heilsu. Meginmarkmið með innleiðingu aðgerða matarstefnu Reykjavíkurborgar er að stuðla að betri heilsu Reykvíkinga sem og því að borgin nái markmiðum sínum hvað varðar sjálfbærni og hagkvæmni þar sem við á. Aðgerðir matarstefnu stuðla einnig að lifandi grænu samfélagi, bættu fæðuöryggi og aðgengi að næringarríkum mat.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2025

Búið er að vinna drög að nýrri matarstefnu auk aðgerðaráætlun. Áætlað er að vinnu við verkefnið verði lokið á næstunni.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2025

Búið er að vinna drög að nýrri matarstefnu auk aðgerðaráætlun. Áætlað er að vinnu við verkefnið verði lokið á næstunni.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

  • Matarstefna

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: