Rafræn þjónustumiðstöð - fyrsta stopp notanda
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Útfæra hvernig auka megi aðgengi, viðbragðsflýti og einfaldleika í velferðarþjónustu. Þannig skapast aukið traust notenda á þjónustuna. Sérstaklega þarf að útfæra hvernig styrkja má þessa þætti með skipulagi, réttri fræðslu, stjórnun og innri samskiptum. Markmiðið er að auka aðgengi, viðbragðsflýti og einfaldleika í velferðarþjónustu. Til að ná því markmiði er sett á laggirnar rafræn þjónustumiðstöð sem verður fyrsti áfangastaður fyrir alla notendur velferðarþjónustu.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022
Stöðulýsing 1. júlí 2022
Rafræn miðstöð hefur verið sett á laggirnar og nú er unnið að því að hún taki við öllum þeim þjónustuþáttum sem eðlilegt er að hún taki við. Búið er að færa mikinn fjölda þjónustuþátta frá miðstöðvum yfir til rafrænu miðstöðvarinnar en töluvert er eftir.
Eldri stöðulýsingar
Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Framvinda
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2022 |
Rafræn miðstöð hefur verið sett á laggirnar og nú er unnið að því að hún taki við öllum þeim þjónustuþáttum sem eðlilegt er að hún taki við. Búið er að færa mikinn fjölda þjónustuþátta frá miðstöðvum yfir til rafrænu miðstöðvarinnar en töluvert er eftir. |
Tengdar aðgerðir
Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Aðgerðir
Markmið í samfélagsmálum
- 1. Fyrir okkur öll Markmið Reykjavíkurborgar er að veita velferðarþjónustu sem stuðlar að góðri líðan íbúa og við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast Markmið Reykjavíkurborgar er að í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu Markmið Reykjavíkurborgar er að allir borgarbúar hafi jöfn tækifæri til þess að taka þátt í og njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll Markmið Reykjavíkurborgar á sviði íþróttamála er að flestir Reykvíkingar stundi reglulega íþróttir, líkamsrækt eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa Markmið Reykjavíkurborgar á sviði lýðheilsu er að skapa heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag sem stuðlar að öryggi, jöfnuði, virkri þátttöku og vellíðan allra í heilsuborginni Reykjavík.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa Markmið Reykjavíkurborgar í mannréttinda- og lýðræðismálum er inngilding og að íbúar hafi tækifæri til þess að vinna með borginni að bættum lífsgæðum í umhverfi sínu.