Rafræn þjónustumiðstöð - fyrsta stopp notanda

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Útfæra hvernig auka megi aðgengi, viðbragðsflýti og einfaldleika í velferðarþjónustu. Þannig skapast aukið traust notenda á þjónustuna. Sérstaklega þarf að útfæra hvernig styrkja má þessa þætti með skipulagi, réttri fræðslu, stjórnun og innri samskiptum. Markmiðið er að auka aðgengi, viðbragðsflýti og einfaldleika í velferðarþjónustu. Til að ná því markmiði er sett á laggirnar rafræn þjónustumiðstöð sem verður fyrsti áfangastaður fyrir alla notendur velferðarþjónustu.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Aðgerð lokið. Rafræn miðstöð tók til starfa 1. janúar 2022. Nú hefur miðstöðin tekið við símsvörun fyrir allar miðstöðvar ásamt afgreiðslu fjölmargra þjónustuþátta. Miðstöðin er í dag almennt fyrsti viðkomustaður íbúa í leit að velferðarþjónustu borgarinnar.

Eldri stöðulýsingar

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Rafræn miðstöð hefur verið sett á laggirnar og nú er unnið að því að hún taki við öllum þeim þjónustuþáttum sem eðlilegt er að hún taki við. Búið er að færa mikinn fjölda þjónustuþátta frá miðstöðvum yfir til rafrænu miðstöðvarinnar.

  Júlí 2022 Rafræn miðstöð hefur verið sett á laggirnar og nú er unnið að því að hún taki við öllum þeim þjónustuþáttum sem eðlilegt er að hún taki við. Búið er að færa mikinn fjölda þjónustuþátta frá miðstöðvum yfir til rafrænu miðstöðvarinnar en töluvert er eftir.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).