Auka valdeflingu notenda velferðarsviðs

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Skilgreina þjónustuþætti velferðarþjónustunnar og samspil þeirra við þjónustu lykilsamstarfsaðila innan og utan Reykjavíkurborgar, með það að markmiði að þjónustan sé heildstæð og samfelld fyrir notendur. Aðgerðir sem munu ýta undir valdeflingu notenda:

- Auka fjölbreytni og valkosti notenda innan virkni- og endurhæfingarúrræða velferðarsviðs.

- Fjölga vinnustöðum sem taka þátt í atvinnu- og virknimiðlun Reykjavíkurborgar fyrir fólk á fjárhagsaðstoð.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Vinna er hafin við að auka framboð úrræða fyrir notendur Virknihúss meðal annars með því að bjóða námskeið Atvinnu-og virknimiðlunar á ensku auk þess sem settir hafa verið af stað morgunfundir á ensku fyrir þátttakendur í TINNU verkefninu. Verið er að skoða tilraunaverkefni til að ná betur til ungra karla á fjárhagsaðstoð.  Alls var ráðið i 62 störf á árinu 2023, fyrir tilstilli Atvinnu- og virknimiðlunar. Á bakvið þær ráðningar eru 33 fyrirtæki og stofnanir. Reykjavíkurborg er með 13 ráðningar. Þar af voru gerðir 25 starfsþjálfunarsamningar fyrir fólk á fjárhagsaðstoð á samtals 16 vinnustöðum. Talsverður hluti af starfssemi Atvinnu-og virknimiðlunar fer í að mynda tengsl við atvinnulífið og öflun starfa fyrir notendur fjárhagsaðstoðar.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Virknihús býður í dag upp á námskeið fyrir atvinnuleitendur bæði á íslensku og ensku. Einstaklingum með fjárhagsaðstoð til framfærslu hefur boðist að fara í fjármálafræðslu sem Umboðsmaður skuldara hefur veitt í Virknihúsi. Undirbúningur vegna virkninámskeiða miðstöðva og Virknihúss er að ljúka og stefnt er að sameiginlegum námskeiðum í haust. Frá október 2022 til 1. júní 2023 hafa 39 einstaklingar fengið starf með aðstoð Atvinnu- og virknimiðlunar (AVM), af þeim hafa 12 fengið starf í gegnum starfsþjálfunarstyrki, sem gerðir eru af Vinnumálastofnun, IPS og AVM en það eru þríhliða samningar þar sem Reykjavíkurborg greiðir í sex mánuði með starfsmanni upphæð sem nemur hæsta kvarða fjárhagsaðstoðar, 228.689 kr. Ef starfshlutfall er undir 100% þá reiknast styrkurinn í samræmi við það. Fyrirtækin eru flest á einkamarkaði eða 30 en níu ráðningar eru innan starfsstöðva Reykjavíkurborgar. Fyrirtækin eru m.a. Arkitektastofan Batteríið, Boðleið, Hótel Konsulat, Garðlist, Tölvutek og Góði hirðirinn en hjá Reykjavíkurborg eru það Leikskólinn Hulduheimar, Verkbækistöð í Árbæ (USK), Skrifstofa velferðarsviðs, Droplaugarstaðir og Alþjóðateymið. Stafræn fræðsla sem snýr að menningarnæmi er tilbúin á Torginu og í samvinnu við þjónustu- og nýsköpunarsvið verður útbúin fræðsla um þjónustumenningu.

  Janúar 2023   Núverandi kannanahugbúnaður býður ekki upp á sjálfvirkni í þjónustukönnunum. Unnið er að innleiðingu á nýjum kannanahugbúnaði undir forystu ÞON. Eitt af skilyrðum fyrir nýju kerfi er að hægt sé að framkvæma þjónustukönnun í kjölfar þjónustuveitingar. Verkefnið fer af stað í byrjun árs 2023 en gert er ráð fyrir útboðsferli í framhaldinu. Aðgengiskönnun var framkvæmd í vinnuferli velferðarstefnu. Framkvæma á könnunina næst vorið 2023. Vinna er hafin við skilgreiningu þjónustuþátta. Ákveðið var að hinkra eftir að skipulagsbreytingar yrðu kláraðar á miðstöðvum ásamt fyrsta innleiðingarfasa Betri borg fyrir börn, þar sem hluti af þessari vinnu skarast.
  Júlí 2022 Frá 1. nóv. 2020 til 31. apríl 2022 var áhersla lögð á ráðningar innan Reykjavíkurborgar (vinnumarkaðsúrræði). Á því tímabili var gerður starfsþjálfunarsamningur við eitt fyrirtæki á einkamarkaði, Borgarleikhúsið, en hins vegar voru gerðir nokkrir samningar við B-hluta fyrirtæki Reykjavíkurborgar. Frá 1. maí 2022 til lok júní hafa 25 fengið starf. Af þeim hafa 19 farið til fyrirtækja á einkamarkaði en 6 verið ráðnir hjá Reykjavíkurborg. Samningar hafa m.a. verið gerðir við sex fyrirtæki. Flest störf hafa verið án starfsþjálfunarsamninga en þá hefur Atvinnu- og virknimiðlun komið að atvinnuleit með aðstoð við ferilskráagerð, aðstoðað við leit að starfi inn á Alfreð og undirbúning fyrir atvinnuviðtal.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: