Skilgreina og mæla reglubundið þjónustuþætti velferðarsviðs

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Tryggja að notendur séu alltaf í forgrunni við skipulagningu þjónustunnar og hafðir með í ráðum með virku notendasamráði. Aðgerðir:

- Gera aðgengiskönnun meðal notenda velferðarsviðs reglulega

- Skilgreina þjónustuþætti sem verða mældir reglulega

- Sjálfvirkni í notendakönnunum

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2023

Vinna er hafin við skilgreiningu þjónustuþátta. Ákveðið var að hinkra eftir að skipulagsbreytingar yrðu kláraðar á miðstöðvum ásamt fyrsta innleiðingarfasa Betri borg fyrir börn, þar sem hluti af þessari vinnu skarast. Núverandi kannanahugbúnaður býður ekki upp á sjálfvirkni í þjónustukönnunum.  Frestun á samræmdum innkaupum á kannanahugbúnaði mun hafa áhrif á tímaáætlun þessarar aðgerðar.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).

  Tímasetning Lýsing framvindu
  Janúar 2023   Núverandi kannanahugbúnaður býður ekki upp á sjálfvirkni í þjónustukönnunum. Unnið er að því að sanna gildi hugmyndar (e. proof of concept) á nýju kannanakerfi með skóla- og frístundasviði og menningar- og ferðamálasviði, undir leiðsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Eitt af skilyrðum fyrir nýju kerfi er gerð mælinga í kjölfar þjónustuveitingar. Verkefnið fer af stað í lok árs 2022 en aðgerðin auk innkaupaferlis í framhaldinu mun taka 1,5-2 ár. Hluti af verkefninu er að prófa hvort möguleiki er á framkvæmd könnunar í kjölfar þjónustuveitingar.

Aðgengiskönnun var framkvæmd vorið 2021 í vinnuferli velferðarstefnu. Talið er betra að framkvæmd aðgengiskönnunar fari fram annað hvert ár í stað árlega. Framkvæma á könnunina næst vorið 2023. Vinna er hafin við skilgreiningu þjónustuþátta. Ákveðið var að hinkra eftir að skipulagsbreytingar yrðu kláraðar á miðstöðvum ásamt fyrsta innleiðingarfasa BBB þar sem hluti af þessari vinnu skarast.

  Júlí 2022

Núverandi kannanahugbúnaður býður ekki upp á sjálfvirkni í þjónustukönnunum. Unnið er að því að sanna gildi hugmyndar (e. proof of concept) á nýju kannanakerfi með skóla- og frístundasviði og menningar- og ferðamálasviði, undir leiðsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Eitt af skilyrðum fyrir nýju kerfi er gerð mælinga í kjölfar þjónustuveitingar. Verkefnið fer af stað í lok árs 2022 en aðgerðin auk innkaupaferlis í framhaldinu mun taka 1,5-2 ár. Hluti af verkefninu er að prófa hvort möguleiki er á framkvæmd könnunar í kjölfar þjónustuveitingar.

Aðgengiskönnun var framkvæmd vorið 2021 í vinnuferli velferðarstefnu. Talið er betra að framkvæmd aðgengiskönnunar fari fram annað hvert ár í stað árlega. Framkvæma á könnunina næst vorið 2023. Vinna er hafin við skilgreiningu þjónustuþátta. Ákveðið var að hinkra eftir að skipulagsbreytingar yrðu kláraðar á miðstöðvum ásamt fyrsta innleiðingarfasa BBB þar sem hluti af þessari vinnu skarast.

 

 

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: