Auka margbreytileika í hópi starfsfólks velferðarsviðs
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Endurskoða hæfniskröfur vegna starfa á velferðarsviði með það að markmiði að útrýma hindrunum fyrir fólk af erlendum uppruna. Aðgerðir til að ná þeim markmiðum:
- Tryggja að starfsfólk af erlendum uppruna hafi kost á því að sækja sér íslenskukennslu
- Auka áherslu á ráðningar starfsfólks með tungumálakunnáttu sem nýtist í störfum sem fela í sér bein samskipti við notendur
- Auka ráðningar fólks af erlendum uppruna og í ábyrgðar- og sérfræðistöður
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Aðgerð er að mestu lokið. Fjölbreytt íslenskukennsla er í boði fyrir starfsfólk því að kostnaðarlausu. Einnig geta allir stjórnendur óskað eftir íslenskunámskeiði á sínum starfsstöðvum, viðkomandi stofnun að kostnaðarlausu, þar sem áherslan er lögð á vinnutengdan orðaforða. Miðlæg mannauðsþjónusta sér um styrkumsóknir fyrir starfsstaði. Mannauðsráðgjafar eru mjög meðvitaðir um þessa aðgerð og taka samtal reglulega við stjórnendur varðandi öll tækifæri sem gefast til að ráða starfsfólk af erlendum uppruna í ábyrgðar- og sérfræðistöður.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 |
Starfsfólki Reykjavíkurborgar með annað móðurmál en íslensku er boðið upp á að læra íslensku á fjölbreyttan hátt því að kostnaðarlausu. Námskeið eru haldin á starfsstöðum Reykjavíkurborgar víðs vegar um borgina og í boði eru sértæk íslenskunámskeið á starfsstað að beiðni starfsfólks eða stjórnenda. Starfsfólk hefur kost á að sækja kennsluna á vinnutíma eða utan hans henti það betur. Þeir skólar sem samið hefur verið við um íslenskukennslu fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar eru Mímir*, Multikulti, Tin Can Factory og *RETOR Fræðsla. Mannauðs - og starfsumhverfissvið sinnir umsýslu og skipulagi kennslunnar. Alþjóðateymi og miðstöðvar Reykjavíkurborgar auglýsa reglulega eftir starfsfólki með annað tungumál en íslensku. Vinna verður sett af stað til að skilgreina ákveðin stöðugildi þar sem ákveðin tungumálakunnátta er nauðsynleg. Aðgerð á ekki að ljúka fyrr en 2025. Stjórnendur eru meðvitaðir um þá áherslu í velferðarstefnu að auka ráðningar fólks af erlendum uppruna í ábyrgðar- og sérfræðistöður á velferðarsviði. Fylgst er með tölfræði ráðninga með tilliti til þessa og sýnir hún að hlutfall starfsfólks af erlendum uppruna í ábyrgðar og sérfræðistöður hefur aukist undanfarin ár. Tölfræði frá 2021-2023 verður tekin saman í næsta stöðumati. |
|
Janúar 2023 | Fjölbreytt íslenskukennsla er í boði fyrir starfsfólk velferðarsviðs, starfsfólki að kostnaðarlausu. Haustið 2022 fór fram námskeið á 13 starfseiningum borgarinnar. Einnig geta allir stjórnendur óskað eftir íslenskunámskeiði á sínum starfsstöðvum, viðkomandi stofnun að kostnaðarlausu, þar sem áherslan er lögð á vinnutengdan orðaforða. Miðlæg mannauðsþjónusta sér um styrkumsóknir fyrir starfsstaði. Verið er að taka saman fjölda þeirra sem hafa verið ráðnir. | |
Júlí 2022 | Fjölbreytt íslenskukennsla er í boði fyrir starfsfólk velferðarsviðs, starfsfólki að kostnaðarlausu. Námskeið eru í boði hjá tungumálaskóla, samningar hafa verið gerðir við Mími, Multikulti, Tin Can Factory og RETOR Fræðslu. Einnig er í boði námskeið á ýmsum starfsstöðum borgarinnar eftir þekkingarstigi. Haustið 2022 fer fram námskeið á 13 starfseiningum borgarinnar og geta allir leitað þangað sem þeim hentar best. Einnig geta allir stjórnendur óskað eftir íslenskunámskeiði á sínum starfsstöðvum, viðkomandi stofnun að kostnaðarlausu, þar sem áherslan er lögð á vinnutengdan orðaforða. Miðlæg mannauðsþjónusta sér um styrkumsóknir fyrir starfsstaði. Mannauðsráðgjafar eru mjög meðvitaðir um þessa aðgerð og taka samtalið reglulega við stjórnendur varðandi öll tækifæri að ráða starfsfólk af erlendum uppruna í ábyrgðar- og sérfræðistöður. Verið er að taka saman fjölda þeirra sem hafa verið ráðnir. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
- Velferðarstefna Reykjavíkurborgar til 2030 (7.3.3-7.3.5)
Tengdar aðgerðir
Borg fyrir fólk
- 1. Fyrir okkur öll | Græna planið Góð líðan íbúa og að við upplifum að Reykjavík sé fyrir okkur öll.
- 2. Látum draumana rætast | Græna planið Börn og unglingar láta draumana sína rætast.
- 3. Menning og listir verða samofin borgarlífinu | Græna planið Öll hafi jöfn tækifæri til að taka þátt í njóta menningar og lista.
- 4. Íþróttir fyrir öll | Græna planið Flest stundi reglulega íþróttir eða aðra hreyfingu.
- 5. Bætt lýðheilsa | Græna planið Heilsueflandi, sjálfbært og fjölskrúðugt borgarsamfélag.
- 6. Mannréttindi, aukin þátttaka og bætt samtal við íbúa | Græna planið Íbúar fá tækifæri til að vinna með borginni að bættum lífsgæðum.