Innri endurskoðun og ráðgjöf

Verkefni Innri endurskoðunar og ráðgjafar Reykjavíkurborgar er ráðgjöf við borgarbúa, innri endurskoðun og persónuvernd. Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar tekur jafnframt við ábendingum um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi frá starfsmönnum og borgarbúum.

Starfsemi

Starfsemi Innri endurskoðunar og ráðgjafar er fjölbreytt. Kjarnaverkefnin eru ráðgjöf við borgarbúa, innri endurskoðunarþjónusta og persónuvernd.