Borgarstjórn | Reykjavíkurborg

Borgarstjórn

  • Borgarstjórnarsalurinn
  • Séð niður í borgarstjórnarsalinn frá áhorfendapöllunum.

Borgarstjórn starfar skv. II. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013 sbr. 9. gr. laganna.

Hlutverk og verksvið borgarstjórnar skv. 8. gr. sveitarstjórnarlaga er að fara með stjórn Reykjavíkurborgar samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga og annarra laga.

Borgarstjórn hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna Reykjavíkurborgar og um framkvæmd þeirra verkefna sem sveitarfélagið annast. Hún skal sjá um að fylgt sé ákvæðum laga um sveitarstjórnarmál, reglugerðum og samþykktum Reykjavíkurborgar. Þá getur borgarstjórn ályktað um hvert það málefni sem hún telur að varði Reykjavíkurborg.

Borgarstjórn er skipuð fimmtán borgarfulltrúum og jafnmörgum til vara, kjörnum af kosningabærum íbúum Reykjavíkur, samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Kjörtímabil borgarstjórnar er fjögur ár.

Reglulegir fundir borgarstjórnar eru haldnir fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefjast kl. 14:00. Fundir borgarstjórnar eru haldnir fyrir opnum dyrum nema annað sé ákveðið. Heimilt er að fella niður fundi í allt að tvo mánuði að sumarlagi.

Líf Magneudóttir er forseti borgarstjórnar. Elsa Hrafnhildur Yeoman er 1. varaforseti og Halldór Auðar Svansson er 2. varaforseti. Kristín Soffía Jónsdóttir og Marta Guðjónsdóttir eru skrifarar borgarstjórnar. Varaskrifarar eru Heiða Björg Hilmisdóttir og Kjartan Magnússon.

Borgarstjóri er framkvæmdastjóri Reykjavíkurborgar. Á fundi borgarstjórnar þann 16. júní 2014 var Dagur B. Eggertsson kosinn borgarstjóri.

Samstarfssáttmáli meirihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur (pdf).

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

11 + 2 =