Menntun fyrir alla
Í grunnskólum Reykjavíkur er sérhverju barni mætt í námi og félagsstarfi óháð atgervi þess og stöðu. Nemendum stendur til boða margvísleg aðstoð, svo sem vegna sértækra námserfiðleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar.
Sérhæfðar deildir
Sérhæfðar deildir fyrir einhverfa eru í Fellaskóla, Foldaskóla, Hamraskóla, Hvassaleitisskóla, Langholtsskóla, Réttarholtsskóla, Vogaskóla og táknmálsdeild er í Hlíðaskóla.
Sótt um í sérdeild
Foreldrar sækja um skólavist í deildunum á sérstöku eyðublaði. Með umsókn þurfa að fylgja greiningargögn og skýrslur leik- eða grunnskóla vegna nemandans eftir því sem við á. Umsóknir skilist til skóla- og frístundasviðs eða til skólanna fyrir 1. mars ár hvert. Hægt er að skila umsóknum inn rafrænt á netfangið mailto:sfs@reykjavik.is.
Umsókn
Inntökuteymi, sem í sitja skólastjórar og deildarstjórar deildanna ásamt fulltrúa skóla- og frístundasviðs, fjallar um umsóknir um skólavist.
Fyrir hverja eru sérskólar?
Sérskólar eru fyrir börn á grunnskólaaldri sem eru með greiningu frá Ráðgjafar- og greiningarstöð ríkisins, barna og unglingageðdeild Landspítala, Heyrnar- og talmeinastöð eða Sjónstöð Íslands.
Sérskólar
Fyrirspurnir og ábendingar
Nánari upplýsingar veita skólastjórar skólanna.
Einnig má senda inn fyrirspurnir á sfs@reykjavik.is og hringja í síma 411 1111.