Foreldrasamstarf í skóla- og frístundastarfi

Markvisst er unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Í hverjum skóla er starfrækt foreldrafélag, foreldraráð eða skólaráð.

 

Skólaráð og foreldrafélög

Samkvæmt lögum skal vera foreldraráð við hvern leikskóla. Í því sitja að lágmarki þrír foreldrar. Kosning skal fara fram í september ár hvert og er kosið til eins árs í senn.

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskólans, fylgjast með framkvæmd skólanámskrár, starfsáætlunar og öðru sem snertir starfsemi leikskólans. Ráðið hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi.  

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Einnig skal við grunnskólann starfa  foreldrafélag sem styður við skólastarfið, stuðlar að velferð nemenda og traustum tengslum milli heimila og skóla.

Samtök foreldra 

Foreldrar hafa stofnað foreldrafélög í öllum grunnskólum borgarinnar. Foreldrafélögin og foreldraráð í borginni hafa einnig myndað samtökin SAMFOK og til eru heildarsamtök foreldra í landinu sem nefnast Heimili og skóli.

Ráðgjafi heimila og grunnskóla

Ráðgjafi heimila og skóla er Alda Árnadóttir. Hún veitir faglega ráðgjöf í álitamálum sem geta komið upp í samskiptum foreldra og skóla. Þá vinnur hún að viðeigandi úrræðum fyrir nemendur með fjölþættan vanda í samstarfi við foreldra og stofnanir borgarinnar. Haft er samband við hann í síma 4 11 11 11.

Foreldrar geta líka leitað stuðnings hjá þjónustumiðstöðvum við lausn mála sem tengjast skólastarfi, en þar starfa meðal annarra kennsluráðgjafar og sálfræðingar. 

Teikning af foreldrum og tveimur börnum.