Leikskólareiknirinn

Settu inn fæðingardag barns til að skoða áætlaða stöðu þess á biðlista í borgarreknum leikskólum. Niðurstöður eru ekki loforð um pláss.

Leikskólareiknirinn

  • Leikskólareiknirinn sýnir áætluð pláss sem gætu losnað haustið 2026. Úthlutun hefst að vori sama ár.
  • Þetta er ekki loforð um pláss. Gögnin breytast hratt og biðlistar færast til.
  • Þú sækir ekki um hér. Umsókn um leikskóla fer í gegnum Völu.

Hvernig virka biðlistar?

  • Börn raðast á biðlista eftir aldri, ekki eftir því hvenær sótt er um.
  • Hægt er að sækja um í 7 leikskólum.
  • Hvert barn getur verið á fleiri en einum biðlista.
  • Dæmi: Barn á biðlista er fætt í maí. Barn fætt í janúar sama ár sækir um í sama leikskóla. Það barn fer þá framar í röðina.

Hvaða leikskóla á ég að velja?

  • Fyrsta val: Veljið leikskólann sem þið viljið helst, ekki bara þar sem þið teljið mestar líkur á plássi. Það er aldrei að vita hvað gerist þegar að úthlutun kemur, og þá er leiðinlegt að missa af plássi í þeim leikskóla. Ef barnið á systkini í ákveðnum leikskóla settu þá þann leikskóla í fyrsta val. Það eykur líkur á því að börnin geti verið saman.
  • Önnur völ: Veljið aðra leikskóla sem ykkur líst á. Hægt er að nota reikninn til aðstoðar við valið.

Hvernig virkar úthlutun leikskólaplássa?

  • Byrjað er á elsta barninu á heildarbiðlistanum.
  • Umsókn er vandlega skoðuð og reynt að bjóða pláss í leikskóla samkvæmt fyrsta vali.
  • Ef það er ekki hægt er farið í annað val, svo í þriðja val og þannig koll af kolli.
  • Hér getur þú lesið meira um innritun í leikskóla.
Leikföng

Fæðingardagur barns

Hverfi

* Hverfi

Sem stendur er ekki hægt að skoða stöðu biðlista hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Hafðu samband við viðkomandi skóla til að sækja um eða fá frekari upplýsingar.
Sem stendur er ekki hægt að skoða stöðu biðlista hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Hafðu samband við viðkomandi skóla til að sækja um eða fá frekari upplýsingar.

Settu inn fæðingardag barns og veldu hverfi til að sjá áætlaða stöðu.

Einhverjar spurningar?

Þarftu frekari aðstoð?
Þarftu frekari aðstoð eða fannstu ekki það sem þú varst að leita að? Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað þig í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is.