Leikskólareiknirinn
Settu inn fæðingardag barns til að skoða áætlaða stöðu þess á biðlista í borgarreknum leikskólum. Niðurstöður eru ekki loforð um pláss.
Leikskólareiknirinn
- Leikskólareiknirinn sýnir áætluð pláss sem gætu losnað haustið 2026. Úthlutun hefst að vori sama ár.
- Þetta er ekki loforð um pláss. Gögnin breytast hratt og biðlistar færast til.
- Þú sækir ekki um hér. Umsókn um leikskóla fer í gegnum Völu.
Hvernig virka biðlistar?
- Börn raðast á biðlista eftir aldri, ekki eftir því hvenær sótt er um.
- Hægt er að sækja um í 7 leikskólum.
- Hvert barn getur verið á fleiri en einum biðlista.
- Dæmi: Barn á biðlista er fætt í maí. Barn fætt í janúar sama ár sækir um í sama leikskóla. Það barn fer þá framar í röðina.
Hvaða leikskóla á ég að velja?
- Fyrsta val: Veljið leikskólann sem þið viljið helst, ekki bara þar sem þið teljið mestar líkur á plássi. Það er aldrei að vita hvað gerist þegar að úthlutun kemur, og þá er leiðinlegt að missa af plássi í þeim leikskóla. Ef barnið á systkini í ákveðnum leikskóla settu þá þann leikskóla í fyrsta val. Það eykur líkur á því að börnin geti verið saman.
- Önnur völ: Veljið aðra leikskóla sem ykkur líst á. Hægt er að nota reikninn til aðstoðar við valið.
Hvernig virkar úthlutun leikskólaplássa?
- Byrjað er á elsta barninu á heildarbiðlistanum.
- Umsókn er vandlega skoðuð og reynt að bjóða pláss í leikskóla samkvæmt fyrsta vali.
- Ef það er ekki hægt er farið í annað val, svo í þriðja val og þannig koll af kolli.
- Hér getur þú lesið meira um innritun í leikskóla.

Settu inn fæðingardag barns og veldu hverfi til að sjá áætlaða stöðu.
Einhverjar spurningar?
- Þú finnur svör við algengum spurningum á Spurt og svarað um leikskólareikninn.
Þarftu frekari aðstoð?
Þarftu frekari aðstoð eða fannstu ekki það sem þú varst að leita að? Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað þig í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið upplysingar@reykjavik.is.