Íbúaráð

Teikning sem sýnir fólk og hund í borgarumhverfi

Íbúaráð eru lifandi samstarfsvettvangur samráðs íbúa, bakhóps hverfisins, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Íbúaráðin eru virkir þátttakendur í útfærslu á allri stefnumörkun hverfanna, ráðgefandi fyrir starfsemi þjónustumiðstöðva í hverfum og stuðla að eflingu félagsauðs í hverfum Reykjavíkurborgar.

Útsendingar frá fundum

Á meðan á fundum íbúaráða stendur má sjá útsendingu frá fundum hér.

Fundir íbúaráða

 • Íbúaráð Breiðholts fundar að jafnaði 1. mánudag í mánuði kl. 16.30.
 • Íbúaráð Grafarvogs fundar að jafnaði fundar 1. miðvikudag í mánuði kl. 17.
 • Íbúaráð Laugardals fundar að jafnaði 2. mánudag í mánuði kl. 17.00
 • Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts fundar að jafnaði 2. þriðjudag í mánuði kl. 16.30.
 • Íbúaráð Kjalarness fundar að jafnaði 2. fimmtudag í mánuði kl. 16.00
 • Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals fundar að jafnaði 3. mánudag í mánuði kl.17.00.
 • Íbúaráð Vesturbæjar fundar að jafnaði 3. miðvikudag í mánuði kl. 15.00
 • Íbúaráð Miðborgar og Hlíða fundar að jafnaði 4. þriðjudag í mánuði kl. 17.00.
 • Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis fundar að jafnaði fjórða fimmtudag í mánuði kl. 16.00.

Hlutverk og verksvið

Hlutverk íbúaráða er m.a. eftirfarandi: 

 • Styrkja tengingu og stytta boðleiðir á milli íbúa og stjórnsýslu borgarinnar 
 • Stuðla að aukinni upplýsingagjöf til íbúa 
 • Styrkja möguleika íbúa til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og vekja athygli á áskorunum innan hverfisins. 

Íbúaráðin standa að kynningu skipulags, framkvæmda og þjónustu borgarinnar í hverfunum og beita sér fyrir því að samráð verði haft við íbúa, allt eftir eðli máls hverju sinni. Íbúaráð skulu fá til kynningar auglýstar breytingar á skipulagsáætlunum er snerta hverfið, meginbreytingum á þjónustu auk kynninga á stærri framkvæmdum s.s. við umhirðu borgarlandsins og vor- og vetrarþjónustu. 

Hvernig geta íbúar haft áhrif á starfssemi íbúaráða? 

Íbúar eru hvattir til þess að vera virkir í starfsemi sinna íbúaráða. Íbúar geta sent sínum íbúaráðum erindi, fyrirspurnir, ábendingar, hugmyndir eða tillögur sem verða þá ræddar á vettvangi ráðsins. Hægt er að senda inn efni í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar eða beint á netfang viðkomandi íbúaráðs.  

Fundir íbúaráða eru opnir öllum því geta íbúar fylgst með fundum sínu íbúaráði. Í ljósi aðstæðna eru fundir íbúaráða um þessi misseri haldnir í fjarfundaformi, en þeim er streymt beint hér á vef Reykjavíkurborgar. Fundargerðir íbúaráða eru einnig opnar öllum

Hvernig starfa íbúaráð? 

Íbúaráð eru skipuð sex fulltrúum. Borgarstjórn kýs þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Tveir fulltrúar borgarstjórnar að lágmarki skulu vera úr hópi borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa. Einn fulltrúi og annar til vara er skipaður af íbúasamtökum hverfisins og einn fulltrúi og einn til vara af foreldrafélögum hverfisins. Einn fulltrúi og annar til vara er valinn með slembivali úr hópi íbúa hverfisins. Borgarstjórn kýs formann íbúaráðs úr hópi kjörinna fulltrúa en íbúaráðin skipta að öðru leyti með sér verkum. 

Borgarráð samþykkti tillögur um stofnun nýrra íbúaráða þann 2. maí 2019 og kaus borgarstjórn fulltrúa í ráðin þann 3. september 2019. Nánari upplýsingar um starfssemi íbúaráða koma fram í samþykkt Reykjavíkurborgar um íbúaráð.

Íbúaráðin

Íbúaráðin eru níu samtals og eru í eftirfarandi hverfum:  

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu þjónustar íbúaráðin og sér um skrifstofuhald fyrir þau. Starfsmaður íbúaráða er Heimir Snær Guðmundsson.  

Hvernig eru íbúaráð skipuð? 

Íbúaráð halda að jafnaði fundi einu sinni í mánuði. Formaður getur boðað til aukafunda eftir þörfum. Formaður íbúaráðs boðar til funda, ákveður dagskrá í samráði við starfsmann íbúaráða og stýrir fundum ráðsins. Á dagskrá skulu m.a. tekin mál, sem fulltrúar í ráðinu eða íbúar hafa óskað eftir að tekin verði þar fyrir, enda séu þau á verksviði íbúaráðsins.

Starfsmaður íbúaráða situr fundi íbúaráðs með málfrelsi og tillögurétt. Þá getur ráðið boðað til fundar einstaka starfsmenn Reykjavíkurborgar, sem og aðra þá sem það telur þörf á hverju sinni. 

Fundir íbúaráða eru opnir en heimilt er að ákveða að einstök mál skuli rædd fyrir luktum dyrum þegar það telst nauðsynlegt vegna eðlis máls.  

Bakhópar íbúaráða 

Íbúaráð skulu stofna bakhóp hverfisins með því að samþykkja tilnefningaraðila sem heimilað verður að tilnefna fulltrúa í hópinn. Bakhópur skal skipaður fulltrúum íbúasamtaka. þjónustumiðstöðva, skólaráð, foreldrafélaga, ungmennaráða, notendaráða þjónustumiðstöðva, atvinnurekenda, starfsmönnum leik- og grunnskóla auk fulltrúa grasrótarsamtaka í hverfinu og öðrum þeim sem tengjast hagsmunamálum hverfisins.

Íbúaráð skulu halda tvo opna fundi á ári með bakhóp hverfisins auk þess sem fulltrúar í bakhóp eru boðaðir á reglulega fundi íbúaráða. 

Hverfissjóður Reykjavíkurborgar 

Hverfissjóður Reykjavíkurborgar styrkir hverfisbundin félagasamtök, íbúa og aðra þá sem vilja leggja sitt af mörkum og standa fyrir hverfistengdum verkefnum og/eða viðburðum með framangreind markmið til hliðsjónar. Ákvörðun um úthlutun úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar er tekin af íbúaráðum Reykjavíkurborgar. 

Ekki er um að ræða neitt ákveðið umsóknartímabil, heldur er hægt að sækja um styrk í sjóðinn allt árið um kring. Umsóknir þurfa að uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar um styrki kveða á um.