Hverfissjóður Reykjavíkurborgar

Hverfissjóður Reykjavíkurborgar styrkir hverfisbundin félagasamtök, íbúa og aðra þá sem vilja leggja sitt af mörkum og standa fyrir hverfistengdum verkefnum og/eða viðburðum með framangreind markmið til hliðsjónar. Ákvörðun um úthlutun úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar er tekin af íbúaráðum Reykjavíkurborgar.

Styrkumsóknir 2023

Hægt er að sækja um styrki úr Hverfissjóði tvisvar á ári frá 15.mars til 15. apríl og frá 15. september til 15. október Einungis eru teknar til greina umsóknir sem uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um.

 

 

Tilgangur sjóðsins er að styðja við verkefni sem að stuðla að eftirtöldum þáttum í hverfum borgarinnar:

 

  • Eflingu félagsauðs, samstöðu og samvinnu íbúa
  • Fegrun hverfa
  • Auknu öryggi
  • Auðgun mannlífs

Hlutverk

Sjóðurinn skal styrkja hverfisbundin félagasamtök, íbúa og aðra þá sem vilja leggja sitt af mörkum og standa fyrir hverfistengdum verkefnum og/eða viðburðum með framangreind markmið til hliðsjónar. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einu eða fleiri hverfum. Sjá nánar hvernig hverfin skiptast hér.

Heildarfjárhæð styrkja fyrir árið 2023 er kr. 10.000.000 sem skiptist á milli hverfa borgarinnar. Eftirstöðvar Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar eftir fyrri úthlutun 2023 eru eftirfarandi:

339.800 kr.

Íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts

579.000 kr.

Íbúaráð Breiðholts

539.000 kr.

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

616.000 kr.

Íbúaráð Grafarvogs

473.000 kr.

Íbúaráð Háaleitis og Bústaðahverfi

192.000 kr.

Íbúaráð Kjalarness

407.000 kr.

Íbúaráð Laugardals

511.000 kr.

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

419.000 kr.

Íbúaráð Vesturbæjar

 

Ákvörðun um úthlutun úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar er tekin af íbúaráðum Reykjavíkurborgar. Mannréttinda - og lýðræðisskrifstofa ber ábyrgð á utanumhaldi styrkumsókna og afgreiðslu þeirra.

Hvernig er sótt um?

Áður en sótt er um er mikilvægt er að kynna sér úthlutunarreglur Hverfissjóðs sem og reglur Reykjavíkurborgar um styrki.

Hægt er að sækja um styrki úr sjóðnum tvisvar á ári frá 15.mars til 15. apríl og frá 15. september til 15. október Einungis eru teknar til greina umsóknir sem uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um.

Við mat á umsóknum eru úthlutunarreglur Hverfissjóðs, styrkjareglur Reykjavíkurborgar sem og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar hafðar til hliðsjónar. Rétt er að taka það fram að viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á, ef umsókn berst eftir að viðburður hefur farið fram.  

Styrkir úr sjóðnum eru afgreiddir eftir að samningar um styrkveitingu hafa verið undirritaðir og gegn framvísun fjárhagsáætlunar vegna þess verkefnis sem styrkurinn er veittur til. Styrkirnir eru greiddir út í samræmi við úthlutunarreglur sjóðsins.

Hafa samband

Hægt er að hafa samband við Hverfissjóð:

  • hverfissjodur@reykjavik.is