Hverfissjóður Reykjavíkurborgar
Hverfissjóður Reykjavíkurborgar styrkir hverfisbundin félagasamtök, íbúa og aðra þá sem vilja leggja sitt af mörkum og standa fyrir hverfistengdum verkefnum og/eða viðburðum.
Til dæmis: Hverfishátíðir, viðburði tengda jólahaldi eða öðrum hátíðum, sumarviðburði og samstarfsverkefni íbúa af öðrum toga.
Styrkumsóknir
Hægt er að sækja um styrki úr Hverfissjóði tvisvar á ári frá 15.mars til 15. apríl og frá 15. september til 15. október Einungis eru teknar til greina umsóknir sem uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um.
Tilgangur sjóðsins er að styðja við verkefni sem að stuðla að eftirtöldum þáttum í hverfum borgarinnar:
- Eflingu félagsauðs, samstöðu og samvinnu íbúa
- Fegrun hverfa
- Auknu öryggi
- Auðgun mannlífs
Hlutverk
Sjóðurinn styrkir hverfisbundin félagasamtök, íbúa og aðra þá sem vilja leggja sitt af mörkum og standa fyrir hverfistengdum verkefnum með hliðsjón eftirfarandi markmiðum.
Tilgangur sjóðsins er að efla félagsauð, samstöðu og samvinnu íbúa í hverfum Reykjavíkurborgar, stuðla að fegrun hverfa, auknu öryggi og auðgun mannlífs með fjölbreyttum hætti þannig að tekið sé mið af þörfum íbúa.
Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einu eða fleiri hverfum. Sjá nánar hvernig hverfin skiptast hér.
Ákvörðun um úthlutun úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar er tekin af íbúaráðum Reykjavíkurborgar. Mannréttinda - og lýðræðisskrifstofa ber ábyrgð á utanumhaldi styrkumsókna og afgreiðslu þeirra.
Hvernig sæki ég um?
Áður en sótt er um er mikilvægt er að kynna sér úthlutunarreglur Hverfissjóðs sem og reglur Reykjavíkurborgar um styrki.
Smelltu hér til að sækja um styrk úr Hverfissjóði. Opið er fyrir umsóknir tvisvar á ári, frá 15. mars til 15. apríl og frá 15. september til 15. október. Einungis eru teknar til greina umsóknir sem uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um.
Leiðbeiningar
Fyrst þarftu að skrá þig inn á Mínar síður, það er hægt að gera með rafrænum skilríkjum í síma, auðkennisappinu eða með skilríkjum á korti.
Athugaðu að hafa allar upplýsingar við hendina, t.d. kennitölur, netföng og símanúmer. Hægt er að vista umsóknina og opna hana aftur síðar.
Umsóknarformið
Umsækjandi
- Fyrst fyllirðu út upplýsingar um umsækjanda. Þetta er sá aðili sem styrkurinn, ef veittur, er greiddur til. Til dæmis félag, einstaklingur eða fyrirtæki.
Ábyrgðaraðili
- Næst fyllirðu út upplýsingar um ábyrgðaraðila. Þetta er sá aðili sem skrifar undir samninga og er tengiliður ef styrkur er veittur (ábyrgðaraðili getur verið sami aðili og umsækjandi).
Reikningsupplýsingar
- Hér fyllirðu út reikningsupplýsingar umsækjanda, mikilvægt er að kennitala umsækjanda og reikningsupplýsingar stemmi.
Verkefnið
- Hér gefurðu verkefninu heiti og lýsir því. Þá næst greinirðu frá í hvaða hverfi verkefnið mun eiga sér stað.
- Þá fyllirðu næst út stutta samantekt.
- Að lokum þarf að fylla út kyn þeirra sem vinna að verkefninu.
Útgjöld og tekjur
- Fyrst segirðu frá þeim útgjöldum sem áætlað er að fari í verkefnið og svo þær tekjur sem það gæti haft.
Styrkur
- Hér er sú upphæð sem sótt er um styrk fyrir.
- Ef þú hefur áður fengið styrk frá Reykjavíkurborg þarftu að segja frá því.
Fylgigögn
- Hér getur fylgt ítarlegri lýsing á verkefninu, auglýsing, myndir o.s.frv.
Skilmálar
- Lesa þarf skilmálana og samþykkja þá til að senda umsóknina áfram til afgreiðslu.
Mat umsókna
Við mat á umsóknum eru úthlutunarreglur Hverfissjóðs, styrkjareglur Reykjavíkurborgar sem og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar hafðar til hliðsjónar. Rétt er að taka það fram að viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á, ef umsókn berst eftir að viðburður hefur farið fram.
Hvenær fæ ég svar?
Svar um hvort að styrkur hafi verið veittur berst í tölvupósti eftir að umsókn hefur verið lögð fram í viðkomandi íbúaráði. Íbúaráð taka ákvörðun um hvort styrkir verða veittir, eftir að umsóknartímabili lýkur. Íbúaráð funda einu sinni í mánuði. Sjá nánar um íbúaráð og fundartíma þeirra.
Greiðsla styrkja
Styrkir úr sjóðnum eru afgreiddir eftir að samningar um styrkveitingu hafa verið undirritaðir og gegn framvísun fjárhagsáætlunar vegna þess verkefnis sem styrkurinn er veittur til. Styrkirnir eru greiddir út í samræmi við úthlutunarreglur sjóðsins.
Hafðu samband
Vantar þig aðstoð eða upplýsingar?
Hafðu samband við Hverfissjóð í tölvupósti.
Þá veitir þjónustuver Reykjavíkurborgar líka upplýsingar.
Netfang: hverfissjodur@reykjavik.is
Þjónustuver Reykjavíkurborgar: 411 1111