Húsnæðisáætlun
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Húsnæðisáætlun skilgreinir helstu byggingarsvæði í Reykjavík, lóðaúthlutun, fjárframlög til húsnæðismála, samvinnu við húsnæðisfélög sem byggja án hagnaðarsjónarmiða, kaupáform Félagsbústaða og uppbyggingu borgarinnar á félagslegum húsnæðisúrræðum. Í úthlutunaráætlun íbúðarhúsalóða árið 2022 er áætlað að úthluta lóðum undir 1.028 íbúðir; lóðir fyrir 400 íbúðir fyrir verkefni borgarinnar um hagkvæmt húsnæði - ungt fólk og fyrstu kaupendur, húsnæðisfélög lóðir fyrir 260 íbúðir og lóðir undir 367 íbúðir verða seldar í útboði. Húsnæðisáætlun er uppfærð árlega.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023
Stöðulýsing 1. júlí 2023
Aðgerð lokið. Unnið var að Húsnæðisáætlun 2024-2033 og hún samþykkt í borgarráði 21. desember 2023. Vinna er hafin við stafræna útgáfu húsnæðisáætlunar 2024 með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Auk þess hófst vinna við ársfjórðungsuppgjör húsnæðisáætlunar fyrir 2. og 3. ársfjórðung en vegna skorts á gögnum frá byggingarfulltrúa sem rekja má til tæknilegra örðugleika með innleiðingar Hlöðunnar, nýs upplýsingastjórnunarkerfis borgarinnar, tókst ekki að gefa þau út. Árlegt húsnæðisblað var gefið út í nóvember 2023 og var árlegur húsnæðisfundur borgarstjóra haldinn 17. nóvember.
Samstali borgarinnar við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var haldið áfram m.a. varðandi greiningar, deilingu og samræmingu gagna með það að markmiði að auka gæði og aðgengi að upplýsingum, s.s. í kortasjá húsnæðisuppbyggingar.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 | Verið er vinna að endurskoðun húsnæðisáætlunar ársins og verður hún lögð fram í nóvember 2023. | |
Janúar 2023 | Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 4.229 á árinu 2022 og voru þeir 139.928 þann 1. janúar 2023. Íbúum fjölgaði um 1.295 á fjórða ársfjórðungi, 1.551 á þriðja ársfjórðungi, 1.113 á öðrum og 270 á þeim fyrsta. Á árinu lauk byggingu 1.034 íbúða og voru 408 þeirra, eða rúm 39%, hagkvæmt húsnæði á viðráðanlegu verði eða félagslegt. Skv. byggingarfulltrúa Reykjavíkur voru 1.062 íbúðir skráðar fullgerðar á árinu en til samanburðar voru 1.252 íbúðir skráðar fullgerðar árið 2021. Byggingarfulltrúi samþykkti á árinu áform um uppbyggingu á 773 íbúðum, þar af 268 á fyrsta ársfjórðungi, 175 á öðrum, 90 á þriðja og 240 á þeim fjórða. Auk þess samþykkti hann áform um uppbyggingu 105 stúdentaíbúða. Hafin var bygging á 913 íbúðum á árinu 2022, þar af 265 á fyrsta ársfjórðungi, 177 á öðrum, 242 á þeim fjórða. Reykjavíkurborg úthlutaði lóðum undir uppbyggingu 728 íbúða á árinu, þar af voru lóðir fyrir 164 íbúðir á fyrsta ársfjórðungi, 345 á öðrum, 14 á þriðja og 205 á þeim fjórða. Þetta kemur til viðbótar samningum sem gerðir voru um uppbyggingu á lóðum þar sem byggja má 1.006 íbúðir. Þar af voru lóðir fyrir 619 íbúðir í samningum á fyrsta ársfjórðungi, 344 á öðrum ársfjórðungi og 43 á þeim fjórða. Í lok árs 2022 voru 2.478 íbúðir í byggingu í Reykjavík samanborið við 2.484 við lok þriðja ársfjórðungs, 2.536 við lok annars og 2.448 við lok þess fyrsta. Til þess að uppfylla megi húsnæðissamkomulag Reykjavíkur, innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá 5. janúar 2023, skuldbindur borgin sig til að hafa tiltækar á hverjum tíma byggingarhæfar lóðir fyrir byggingu 1.500 til 3.000 íbúða. Við lok árs 2022 voru til byggingarhæfar lóðir þar sem byggja má 2.119 íbúðir. |
|
Júlí 2022 | Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 1.383 á fyrri helmingi ársins 2022, þar af um 1.113 á öðrum ársfjórðungi. Það sem af er árinu 2022 hafa 532 nýjar íbúðir komið inn á húsnæðismarkaðinn í Reykjavík, þar af 362 á fyrsta og 170 á öðrum ársfjórðungi. Byggingarfulltrúi hefur samþykkt áform um uppbyggingu á 443 íbúðum, þar af 268 á fyrsta og 175 á öðrum ársfjórðungi. Hafin var bygging á 442 íbúðum á fyrri helmingi ársins 2022, þar af 265 á fyrsta ársfjórðungi og 177 á öðrum. Reykjavíkurborg úthlutaði lóðum undir uppbyggingu rúmlega 500 íbúða á sjö reitum á fyrri helmingi ársins, þar af rúmlega 160 á fyrsta og tæplega 350 á öðrum ársfjórðungi. Þá gerði borgin uppbyggingarsamninga á fimm reitum þar sem byggja má um 960 íbúðir, þar af tæplega 620 á fyrsta og rúmlega 340 á öðrum ársfjórðungi. |
Tengdar aðgerðir
Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.