Húsnæðisáætlun

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Húsnæðisáætlun skilgreinir helstu byggingarsvæði í Reykjavík, lóðaúthlutun, fjárframlög til húsnæðismála, samvinnu við húsnæðisfélög sem byggja án hagnaðarsjónarmiða, kaupáform Félagsbústaða og uppbyggingu borgarinnar á félagslegum húsnæðisúrræðum. Í úthlutunaráætlun íbúðarhúsalóða árið 2022 er áætlað að úthluta lóðum undir 1.028 íbúðir; lóðir fyrir 400 íbúðir fyrir verkefni borgarinnar um hagkvæmt húsnæði - ungt fólk og fyrstu kaupendur, húsnæðisfélög lóðir fyrir 260 íbúðir og lóðir undir 367 íbúðir verða seldar í útboði. Húsnæðisáætlun er uppfærð árlega.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. júlí 2022

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 1.383 á fyrri helmingi ársins 2022, þar af um 1.113 á öðrum ársfjórðungi. Það sem af er árinu 2022 hafa 532 nýjar íbúðir komið inn á húsnæðismarkaðinn í Reykjavík, þar af 362 á fyrsta og 170 á öðrum ársfjórðungi. Byggingarfulltrúi hefur samþykkt áform um uppbyggingu á 443 íbúðum, þar af 268 á fyrsta og 175 á öðrum ársfjórðungi. Hafin var bygging á 442 íbúðum á fyrri helmingi ársins 2022, þar af 265 á fyrsta ársfjórðungi og 177 á öðrum. Reykjavíkurborg úthlutaði lóðum undir uppbyggingu rúmlega 500 íbúða á sjö reitum á fyrri helmingi ársins, þar af rúmlega 160 á fyrsta og tæplega 350 á öðrum ársfjórðungi. Þá gerði borgin uppbyggingarsamninga á fimm reitum þar sem byggja má um 960 íbúðir, þar af tæplega 620 á fyrsta og rúmlega 340 á öðrum ársfjórðungi.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).

Framvinda

 
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2022

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 1.383 á fyrri helmingi ársins 2022, þar af um 1.113 á öðrum ársfjórðungi. Það sem af er árinu 2022 hafa 532 nýjar íbúðir komið inn á húsnæðismarkaðinn í Reykjavík, þar af 362 á fyrsta og 170 á öðrum ársfjórðungi. Byggingarfulltrúi hefur samþykkt áform um uppbyggingu á 443 íbúðum, þar af 268 á fyrsta og 175 á öðrum ársfjórðungi. Hafin var bygging á 442 íbúðum á fyrri helmingi ársins 2022, þar af 265 á fyrsta ársfjórðungi og 177 á öðrum. Reykjavíkurborg úthlutaði lóðum undir uppbyggingu rúmlega 500 íbúða á sjö reitum á fyrri helmingi ársins, þar af rúmlega 160 á fyrsta og tæplega 350 á öðrum ársfjórðungi. Þá gerði borgin uppbyggingarsamninga á fimm reitum þar sem byggja má um 960 íbúðir, þar af tæplega 620 á fyrsta og rúmlega 340 á öðrum ársfjórðungi.

 

 

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).