Uppbygging íbúða í Reykjavík

Teikning af blaði með húsum og stækkunargler sem sýnir eitt húsið vel.

Kynningarfundur borgarstjóra í janúar 2025.

Borgarstjóri býður til samtals við uppbyggingaraðila íbúðarhúsnæðis í ráðhúsi Reykjavíkur í janúar 2025. Nánari tímasetning kynnt síðar - Skráðu þig á fundinn og við sendum skilaboð þegar endanleg tímasetning liggur fyrir.  
Öll sem leiða uppbyggingu íbúða og fagfólk í byggingargeiranum eru hvött til að mæta. 

Dagskrá

Í fyrri hluta fundarins verður farið yfir stóru myndina og verður þeim hluta streymt: 

  • Hvernig mætum við þörf fyrir íbúðarhúsnæði? 
  • Hvar er verið að byggja í Reykjavík í dag og hvernig gengur? 
  • Hvað er að frétta af úthlutun lóða?
  • Hvaða verkefni koma til framkvæmds á næstu 18 mánuðum?

Seinni hluti fundarins er lifandi samtal borgarstjóra við gesti úr byggingariðnaðnum um stöðuna í uppbyggingu íbúða. Rætt verður um hvað borgin og byggingariðnaðurinn geti gert til að hraða uppbyggingu án þess að missa sjónar á gæðum. 

 

Streymi

Fyrri hluta fundarins verður streymt á þessa vefsíðu og upptaka gerð aðgengileg að fundi loknum. Seinni hluti fundar er samtal borgarstjóra við þau sem starfa í byggingariðnaði og verður sá hluti eingöngu í sal. 

""

Kortasjá

Hvar er verið að byggja íbúðir og hver eru helstu skipulagssvæðin?

""

Húsnæðisvefur

Húsnæðisáætlanir Reykjavíkur og ársfjórðungsuppgjör.

Yfirlit yfir kynningarfundi

Ert þú að leita að fleiri kynningarfundum um húsnæðismál? Okkur datt það í hug og söfnuðum þeim saman á eina síðu.

Teikning af ræðumanni í pontu.