Uppbygging húsnæðis

Teikning af samsetningu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis

Hvar er verið að byggja nýjar íbúðir og hver eru næstu uppbyggingarsvæðin?

Til að svara þessari spurningu gefur Reykjavíkurborg árlega út veglega samantekt: Uppbygging íbúða í borginni, október 2021

Áhersluverkefni

Græna planið

Græna planið er sókn­aráætlun Reykja­vík­ur­borgar og leggur línurnar í fjár­málum, fjár­fest­ingum og grænum lykil­verk­efnum til 10 ára. 

Uppbygging í Gufunesi

Gufunes er eitt áhuga­verð­asta þróun­ar­svæði landsins. Þar er unnið að þróun á skap­andi þorpi þar sem saman blandast ýmis skap­andi starf­semi og íbúa­byggð.

Ártunshöfðinn grænasta hverfi landsins

Ártúnshöfði og Elliðaárvogur er stærsta þróunar- og uppbyggingarsvæði Reykjavíkur. 

Nýi Skerjarfjörður

Gangandi og hjólandi notendur verða í fyrsta forgangi í allri hönnun í hverfinu.

Héðinsreitur

Framkvæmdaraðilar leggja mikla áherslu á það að vanda til verks, bæði hvað varðar hönnun og framkvæmdir.

Markviss uppbygging íbúðarhúsnæðis

Mikil uppbygging síðustu ára skapar sterkar forsendur fyrir áframhaldandi byggingu íbúðarhúsnæðis, segir í húsnæðisáætluninni og er minnt á að snúa þurfti vörn í sókn eftir hrunið með markvissri húsnæðisáætlun. Markmið Reykjavíkurborgar er að fjórðungur nýrra íbúða verði á vegum húsnæðisfélaga sem eru ekki rekin í ágóðaskyni. Húsnæðisáætlun Reykjavíkur dregur fram að með þéttingu byggðar og hverfa borgarinnar sé stuðlað að aukinni sjálfbærni hverfanna og borgarinnar allrar.

Kraftmikil uppbygging atvinnuhúsnæðis

Borgarstjórinn í Reykjavík bauð til kynningar um athafnaborgina Reykjavík. Farið var yfir stóru myndina í uppbyggingu innviða og atvinnusköpun, en þar eru víða jákvæð teikn á lofti þegar kemur að skapandi greinum, þróun verslunar og atvinnustarfsemi. Gefið var gott yfirlit yfir verkefni sem nú þegar eru í gangi, auk þess sem kynnt verða framtíðarverkefni og áherslur.