Efla gagnadrifna ákvarðanatöku innan velferðarsviðs

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Velferðarsvið hyggst gera reglulegar spár um þróun samfélagshópa og meta þannig þörf fyrir þjónustu velferðarsviðs og gera langtíma kostnaðaráætlanir. Þessu skal lokið fyrir árslok 2024.

Einnig skal setja á laggirnar mælaborð sem birtir í rauntíma tölfræði um þjónustu velferðarsviðs og ánægju notenda með hana.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur afhent velferðarsviði spálíkanið og verkefninu er lokið.  Eftirfarandi tölfræðimælaborð eru komin á laggirnar: Flóttafólk, Gistiskýli, Umsóknir, Húsnæði. Í vinnslu er mælaborð um skólaþjónustu. Mælaborðin eru aðgengileg öllu starfsfólki Reykjavíkurborgar. Þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur unnið að því síðan 2023 að færa öll gögn velferðarsviðs yfir í nýjan gagnagrunn og vöruhús gagna, sem á að uppfærast sjálfkrafa til að hægt verði að tengja gögnin við mælaborð og sýna raunstöðu. Í dag eru notaðar eldri tengingar í þessa vinnu sem eiga að fjara út í framtíðinni.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Gagnaþjónusta þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON), fjármálaskrifstofa velferðarsviðs (VEL) og teymi árangurs- og gæðamats á skrifstofa stjórnsýslu VEL hafa unnið að gerð spálíkana fyrir fjárhagsaðstoð, heimastuðning og heimahjúkrun og sérstakan húsnæðisstuðning. Verkefnið er í vinnslu en aðgerð á ekki að ljúka fyrr en 2024. Þá er vinna hafin við yfirfærslu á tölfræðigögnum í vöruhús gagna í samvinnu við Gagnaþjónustu ÞON.

  Janúar 2023   Í samstarfi við gagnaþjónustu þjónustu- og nýsköpunarsviðs er unnið að gerð spálíkans fyrir fjóra þjónustuþætti. 1) Fjárhagsaðstoð 2) heimastuðningur (áður félagsleg heimaþjónusta) 3) heimahjúkrun 4) sérstakan húsnæðisstuðning. Auk þess er unnið að yfirfærslu á allri tölfræði yfir í vöruhús gagna. Í framhaldi verða útbúin mælaborð sem sýna með gagnvirkum hætti tölfræði velferðarsviðs og eftir atvikum rauntíma. Verkefnið er á upphafsstigum og er nákvæm tímaáætlun ekki tilbúin.
  Júlí 2022

Umsókn var lögð fyrir verkefnaráð þjónustu- og nýsköpunarsviðs um samstarf við gerð spálíkans. Umsóknin var samþykkt og hefur gagnaþjónusta þjónustu- og nýsköpunarsviðs ásamt fjármálaskrifstofu velferðarsviðs unnið að verkefninu. Ákveðið var að hefja vinnu við spár á þremur þjónustuþáttum: 1) stuðnings- og stoðþjónustu 2) heimastuðning (áður félagsleg heimaþjónusta) og 3) sérstakan húsnæðisstuðning. Starfsmaður á fjármálaskrifstofu velferðarsviðs vann grunnvinnu við verkefnið fyrri hluta árs 2022. Verkið er nú komið til gagnaþjónustu þjónustu- og nýsköpunarsviðs þar sem sérfræðingar munu klára spálíkanið.

Í júní 2022 fékk velferðarsvið samþykkt hjá verkefnaráði þjónustu- og nýsköpunarsviðs yfirfærslu á allri tölfræði yfir í vöruhús gagna. Þegar gögnum hefur verið komið fyrir í vöruhúsi verða útbúin mælaborð sem sýna með gagnvirkum hætti tölfræði velferðarsviðs og eftir atvikum í rauntíma. Verkefnið er á upphafsstigum og er nákvæm tímaáætlun ekki tilbúin. Samhliða hefur verið ákveðið að vinna að tilraunaverkefni um innri mælaborð til að prófa virkni og greina betur þarfir starfsfólks og stjórnenda til gagna.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar: