4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun

Vaxandi borg

Markmið Græna plansins í fjármálum, uppbyggingu og atvinnumálum.

Markmið Reykjavíkurborgar í þróun nýrra athafnasvæða fyrir atvinnulíf til 2030 eru góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.

  • Uppbygging innviða og aðstöðu fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi er í takt við framtíðarsýn borgarinnar
  • Fyrirtæki fá rými til athafna og tryggðir eru möguleikar fyrir aðila sem hyggjast þróa land á þéttingarreitum og færa starfsemi sína til innan borgarinnar
  • Í Reykjavík er að finna öfluga nýsköpunar- og þekkingarkjarna 
  • Ný öflug athafnasvæði eru fyrir lítil og stór fyrirtæki á Hólmsheiði, Esjumelum og Álfsnesi
  • Atvinnutækifæri hafa þróast og ný störf hafa dreifst um alla borg, inn í þegar byggð hverfi og inn á nýja uppbyggingarreiti