Framkvæmdir utan lóða

Ákvarðanir um nýframkvæmdir eru teknar í borgarráði og samþykktar í borgarstjórn. Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík gefur út framkvæmdaleyfi fyrir meiriháttar framkvæmdum. Skrifstofa reksturs og umhirðu borgarlandsins sér um afgreiðslu og útgáfu afnotaleyfa. Sækja þarf um afnotaleyfi ef rjúfa þarf yfirborð eða ef ætlunin er að nota borgarland til viðburðahalds eða undir aðstöðu eins og fyrir gáma eða vinnupalla. 

Afnotaleyfi

Sækja þarf um leyfi fyrir afnotum af borgarlandi samkvæmt lögreglusamþykkt þar um. Skrifstofa reksturs og umhirðu borgarlandsins sér um afgreiðslu og útgáfu afnotaleyfa.  

Borgarlandið

Er samheiti yfir allt það landsvæði sem tilheyrir Reykjavíkurborg: götur, gangstéttir, stígar og opin svæði. Verkefnin og afnotin eru mörg og ólík.

 

Þeir sem vilja nota borgarlandið fyrir uppákomur eða framkvæmdir verða að sækja um sérstakt leyfi til þess. Þú getur séð afmörkun borgarlandsins í Borgarvefsjá. 

Götu- og torgsala

Sækja þarf um leyfi fyrir götu- og torgsölu samkvæmt samþykkt borgarráðs þar um.

Framkvæmdaleyfi

Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík gefur út framkvæmdaleyfi fyrir meiriháttar framkvæmdum sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku innan borgarmarkanna.

Framkvæmdir og viðhald

Skrifstofa framkvæmda og viðhalds ber ábyrgð á öllum verklegum framkvæmdum sem tengjast mannvirkjum Reykjavikurborgar, húseignum hennar, gatnakerfi og opnum svæðum. Í því felst uppbygging þeirra og viðhald. Ákvarðanir um nýframkvæmdir eru teknar í borgarráði og samþykktar í borgarstjórn.

Framkvæmdasjá

Hér er hægt að fylgjast með helstu framkvæmdum á vegum borgarinnar.