Jarðvegslosun
Móttaka jarðefna er í Bolaöldu
Opið er fyrir móttöku mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00–17:00 og á föstudögum kl. 8:00– 16:00. Lokað er um helgar.
Fyrirhugað er að gjaldtaka vegna móttöku jarðefna í Bölaöldum hefjist um áramót 2022/23. Þetta er í samræmi við lagareglur þess efnis að þeim sem koma úrgangi til afsetningar ber að greiða raunkostnað af meðhöndlun þess úrgangs.
Útfærsla gjaldtöku verður kynnt síðar en hægt verður að nota viðskiptakort SORPU sem greiðslumáta.
Hvaða efni má losa?
Eingöngu er heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni svo sem mold, möl og grjót. Einnig má losa steinsteypubrot sem búið er að klippa af öll útistandandi járn og hreinsa af öðrum efnum svo sem einangrun, pappa og klæðningu.
Ekki er heimilt að losa lífrænan úrgang eins og húsdýraskít og landbúnaðarhrat, eins og það er orðað í starfsleyfi.
Hvar er jarðvegslosunarsvæðið?
Jarðvegslosunarsvæðið er staðsett í Bolaöldum í hlíðum Vífilsfells í landi Ölfuss. Þar er námusvæði og með móttöku á jarðefnum er verið að endurheimta land í eldri námum. Ekið er að námusvæðinu frá Suðurlandsvegi til suðurs rétt vestan við Litlu-Kaffistofuna.
Hafa samband
Sorpa bs. hefur umsjón með jarðvegslosunarsvæðinu.
- Sími á skrifstofu: 520 2200.
- Netfang: sorpa@sorpa.is