Umsókn um viðburði / önnur afnot

Hér getur verið um að ræða kvikmyndatöku, útitónleika, útifundi, fjöldagöngur, íþróttakeppnir og aðra viðburði af ýmsu tagi.

Nánar um önnur afnot

Önnur afnot af borgarlandi eru til að mynda gámar vegna búslóðaflutninga, vinnupallar, vinnulyftur, kranar, önnur vinnutæki og svo framvegis.

Götu- og torgsala fellur undir samþykkt þar um og skal beina fyrirspurnum á netfangið torgsala@reykjavik.is.  

Leyfi til útiveitinga og staðsetningar veitingaborða á gangstétt er gefið út af byggingarfulltrúanum í Reykjavík og skal beina fyrirspurnum á  netfangið byggingarfulltrui@reykjavik.is. Rík áhersla er lögð á að þjónustusvæði sé skilgreint og afmarkað, gerð sé grein fyrir öllum búnaði og að allir vegfarendur eigi greiða og óhindraða leið framhjá þjónustusvæðinu.  

Um skilti á borgarlandi gildir samþykkt þar um.

Vinnusvæðamerkingar

Reykjavíkurborg og Vegagerðin gera kröfur um merkingar á vinnusvæðum til að tryggja öryggi starfsmanna á vinnusvæði, tryggja öryggi óvarinna vegfarenda með greiðfærum göngu- og hjólaleiðum, lágmarka umferðartafir og hámarka framkvæmdahraða.  

Í leiðbeiningum Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar hafa verið settar fram staðalteikningar fyrir ólík vinnusvæði. Gerð er krafa um að lögð sé fram sérteikning þegar um er að ræða meiri truflanir á aðgengi vegfarenda og flóknari hjáleiðir.  

Hönnuður vinnusvæðamerkinga og sá sem er ábyrgur fyrir merkingum á vinnusvæði þarf að hafa lokið prófi í vinnusvæðamerkingum á vegum Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Einnig má leita til verkfræðistofa eða annarra aðila sem hafa slík réttindi til að hanna og ábyrgjast merkingar vinnusvæðis.   

Leyfishafi þarf sjálfur að afla skilta og merkinga. Þeir sem eiga ekki skilti og merkingar geta fengið þau leigð hjá Þjónustumiðstöð borgarlandsins að Stórhöfða.

Nánar: Reglur um vinnusvæðamerkingar. Staðalteikningar vinnusvæðamerkinga. Listi yfir aðila sem réttindi til vinnusvæðamerkinga.  

Fyrirspurnir og ábendingar

Símatími afnotaleyfa er mánudaga til fimmtudaga kl. 10:30–11:30 í síma 411 1111.

Einnig má senda fyrirspurnir og ábendingar á netfangið afnotaleyfi@reykjavik.is eða hringja í þjónustuver í ofangreint númer og skilja eftir skilaboð.