Framkvæmdir og viðhald

Skrifstofa framkvæmda og viðhalds ber ábyrgð á öllum verklegum framkvæmdum sem tengjast mannvirkjum Reykjavikurborgar, húseignum hennar, gatnakerfi og opnum svæðum. Í því felst uppbygging þeirra og viðhald. Ákvarðanir um nýframkvæmdir eru teknar í borgarráði og samþykktar í borgarstjórn.

Nánar

Til grundvallar framkvæmdum hvers árs liggur samþykkt fjárfestingaáætlun og til lengri tíma 3ja ára starfs- og fjárhagsáætlun. Samráðs- og samþykktarferli framkvæmda tekur mið af líftíma mannvirkja: Frá undirbúningsstigi þeirra þar sem stóru línurnar eru lagðar miðað við gefnar forsendur, yfir í hönnun og áætlanagerð þegar ítarlegri útfærslur liggja fyrir, sem og kostnaðarútreikningar. Á hverju þessara stiga er haft samráð við hagsmunaaðila, íbúa og notendur. Við lok hvers þáttar eru málin kynnt innan borgarkerfisins og eftir atvikum samþykkt í viðkomandi ráði.

Þegar mannvirki er tilbúið færist ábyrgð á umsjón með mannvirkinu yfir til eignaskrifstofu borgarinnar, sem meðal annars sér um rekstur fasteigna og felur umhverfis- og skipulagssviði að sjá um viðhald. Þar koma inn samskipti við notendur mannvirkisins og tekið er við ábendingum frá íbúum og notendum.

Framkvæmdasjá

Hér er hægt að fylgjast með helstu framkvæmdum á vegum borgarinnar.

Skrifstofa framkvæmda og viðhalds (SFV)

Skrifstofa framkvæmda og viðhalds (SFV) annast stofnframkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar og sér um viðhald á eignasafni Reykjavíkurborgar þ.e. húseignum, samgöngumannvirkjum og opnum svæðum samkvæmt þjónustusamningi milli eignaskrifstofu á fjármála- og áhættustýringarsviði (FÁS) og umhverfis- og skipulagssviðs (USK).

Eignaskrifstofa ber ábyrgð á og leiðir vinnu við fjárfestingaáætlun stofnframkvæmda og viðhalds í samvinnu við USK. 

Hlutverk SFV er að stuðla að sem bestu verklagi, hagkvæmni, gæðum og skilvirkni við framkvæmdir á vegum borgarinnar.

Skrifstofa framkvæmda og viðhalds gerir frumathugun, þarfagreiningu og forhönnun á verkefnum áður en endanleg ákvörðun um framkvæmd er tekin. Að því loknu sér SFV um fullnaðarhönnun verkefna, áætlanagerð, framkvæmdir og verkeftirlit.  



Mannvirki og framkvæmdir í borgarlandinu eru hönnuð til útboðs í samráði við viðkomandi fagsvið og útfærslur kynntar fyrir viðkomandi ráðum.



SFV ber ábyrgð á að haga innkaupum sínum í samræmi við innkaupastefnu og innkaupareglur borgarinnar og hefur samkvæmt því samskipti við innkaupadeild Reykjavíkurborgar um innkaup á vörum, þjónustu og verklegum framkvæmdum.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Ábendingar og fyrirspurnir um framkvæmdir á vegum borgarinnar.

Getur þú sent á netfangið upplysingar@reykjavik.is eða usk@reykjavik.is.