Afnotaleyfi

Sækja þarf um leyfi fyrir afnotum af borgarlandi samkvæmt lögreglusamþykkt þar um. Skrifstofa reksturs og umhirðu borgarlandsins sér um afgreiðslu og útgáfu afnotaleyfa.  

Áður en sótt er um

Ef fyrirhuguð framkvæmd, viðburður eða önnur afnot eru á borgarlandi skal sækja um afnotaleyfi. Ef afnotin eru innan einkalóðar þarf að fá samþykki eiganda lóðar. Það athugist að sækja skal um leyfi til Vegagerðar vegna afnota af þjóðvegum í þéttbýli og til Faxaflóahafna vegna afnota innan hafnarmarka. Í borgarvefsjá má sjá afmörkun borgarlandsins, þjóðvegi í þéttbýli og hafnarmörk.  

Umsókn um rof á yfirborði

Sækja þarf um afnotaleyfi í rafræna umsóknarkerfinu RoSy. Umsækjandi ber sjálfur ábyrgð á því að afla fylgigagna og er umsókn ekki tekin til afgreiðslu fyrr en öll gögn liggja fyrir. 

Umsókn um viðburði / önnur afnot

Hér getur verið um að ræða kvikmyndatöku, útitónleika, útifundi, fjöldagöngur, íþróttakeppnir og aðra viðburði af ýmsu tagi. Önnur afnot af borgarlandi eru t.a.m. gámar vegna búslóðaflutninga, vinnupallar, vinnulyftur, kranar, önnur vinnutæki og svo framvegis. Sækja þarf um afnotaleyfi í rafræna umsóknarkerfinu RoSy.

Hvernig fæ ég útgefið afnotaleyfi?

Afgreiðslutími umsóknar er metinn hverju sinni m.t.t. eðlis og umfangs framkvæmdar eða viðburðar. 

Gjaldskrá afnotaleyfa

Fyrir útgáfu afnotaleyfis af borgarlandi er innheimt sérstakt gjald.