Útiveitingar á borgarlandi
Viltu bjóða viðskiptavinum þínum út að borða? Allir veitingastaðir sem vilja bjóða gestum sínum að þiggja áfengar veitingar úti þurfa útiveitingaleyfi. Sumir staðir geta notað eigin lóð en allir geta sótt um afnot af borgarlandi. Rekstraraðilar sem selja ekki áfengar veitingar er heimilt að staðsetja borð og stóla upp við húsvegg án frekari leyfa.
Hvað er borgarland?
Allt svæði utan einkalóða telst til borgarlands, stéttir, garðar, torg og götur til dæmis.
Hvaða leyfi þarf ég?
- Rekstrarleyfi með heimild fyrir útiveitingum
- Afnot af borgarlandi
Hvernig sæki ég um?
1. Umsókn
2. Teikning
Teikning af útiveitingasvæði
Teikning af útisvæðinu sem sótt er um eru hlaðin upp með umsókn á Mínum síðum. Teikningin þarf að sýna öll mál, fjölda borða og stóla. Ekki eru gerðar kröfur um að teikning sé gerð af arkitekt.
3. Samþykktarferli
Samþykktarferli umsóknar um afnot af borgarlandi
Skrifstofa samgangna og borgarhönnunar metur teikninguna og fáist hún samþykkt er rekstraraðila sendur samningur til rafrænnar undirritunar.
4. Rekstrarleyfi
Rekstrarleyfi með heimild fyrir útiveitingum
Eftir að borgarhönnun samþykkir umsóknina sendir þú undirritaðan samning til sýslumanns ásamt teikningu. Sýslumaður kemur henni í umsagnarferli og berist engar athugasemdir gefur sýslumaður út rekstrarleyfi með heimild fyrir útiveitingum. Þá mátt þú byrja að veita út.
- Rekstraraðili sem sækir um rekstrarleyfi í fyrsta skipti þarf að gæta þess að tilgreina sérstaklega að sótt sé einnig um leyfi til útiveitinga.
- Rekstraraðili sem eru með gilt rekstrarleyfi sem nær ekki til útiveitinga, þurfa að sækja um breytingu á rekstrarleyfi svo leyfið ná til útiveitinga.
Algengar spurningar
Hvernig verður haft samband við mig?
Haft verið samband í gegnum tölvupóst varðandi umsókn um afnot af borgarlandi. Á mínum síðum á ísland.is getur þú fylgst með umsókn um breytingu á rekstrarleyfi hjá Sýslumanni.
Hver á að sjá um að útisvæðið sé hreint og snyrtilegt?
Ábyrgðaraðili samningsins er ábyrgur fyrir því.
Hvað ef ég vil hækka leyfilegan gestafjölda?
Til þess að hækka leyfilegan gestafjölda þarf að sækja um byggingaleyfi hjá byggingafulltrúa. Lesa meira.
Hvað má veita úti lengi?
Opnunartími fer eftir skipulagi og kemur fram á rekstrarleyfi.
Má ég setja borð og stóla út fyrir úthlutað svæði?
Nei. Tryggja þarf aðgengi viðbragðsaðila og er staðsetning borða og stóla ákveðin út frá því. Teikning af útisvæðinu sýnir samþykkta uppsetningu. Lögreglan sinnir eftirlit og tryggir að þessu sé fylgt.
Má ég vera með hátalara?
Heilbrigðiseftirlitið metur það hverju sinni og skoðar grenndaráhrif. Hávaðamörk eru ekki metin í decibelum, heldur hvort hávaðinn sé truflandi.
Af hverju gengur ekki eitt yfir alla?
Öll leyfi eru gefin eftir ítarlegt umsagnarferli þar sem staðsetning og grenndaráhrif eru skoðuð. Á sumum stöðum gefst meira rými fyrir lengri opnunartíma, fleiri sæti og meiri hávaða, allt vegna staðsetningu og umhverfi.
Hvað gerist ef ég hundsa tilmæli borgarinnar og/eða skilmála samningsins?
Reykjavíkurborg getur rift samningnum með 30 daga fyrirvara. Þá er sýslumaður upplýstur og rekstrarleyfi með útiveitingum er afturkallað.