Þjónustumiðstöð borgarlandsins

Hverfastöð

Stórhöfði 9
110 Reykjavík

""

Um þjónustumiðstöðina

Þjónustumiðstöðin sinnir margvíslegum verkefnum í borgarlandinu, svo sem uppsetningu og viðhaldi umferðar- og gangbrautarljósa og umferðarmerkja, auk útleigu á lokunarbúnaði, umferðarmerkjum, fánum og fánaborgum.  Grassláttur á 170 hekturum borgarlands er í höndum dráttarvéladeildar auk eftirlits með störfum verktaka, en á veturna sinnir sú deild snjómokstri og hálkuvörnum á göngu- og hjólastígum ásamt verktökum.

Eftirlit og umsjón með vetrarþjónustu og hreinsun gatna og gönguleiða er í höndum Þjónustumiðstöðvar, sem og umsjón og viðhald hitakerfa og eftirlit með framkvæmdum veitustofnana.

Þjónustumiðstöðin er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 7:30–16:00  og föstudaga kl. 7:30–15:25.