Starfsfólk skrifstofu borgarstjóra og borgarritara | Reykjavíkurborg

Starfsfólk skrifstofu borgarstjóra og borgarritara

Skrifstofustjóri

Helga Björg Ragnarsdóttir
 
Skrifstofustjóri stýrir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og hefur yfirumsjón með stjórnsýslu, miðlægri stoðþjónustu og samhæfingu innan stjórnsýslu borgarinnar í samstarfi við borgarritara. Ber ábyrgð á starfsmannamálum og fjármálum skrifstofunnar og leiðir faglega þróun, uppbyggingu og umbætur starfseininga sem undir skrifstofuna heyra.
 
 

Aðrir starfsmenn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara eru:

 
Aldrianne Karen Roman – Starfsmaður í kaffi- og fundaumsjón

Sinnir fundaþjónustu við fundi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og umsjón með kaffistofum. Sinnir auk þess ýmsum öðrum verkefnum á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Vinnusími: 411 4500
Netfang: aldrianne,karen.roman@reykjavik.is

 
Anna Karen Kristinsdóttir - Móttökufulltrúi
 
Sér um undirbúning, framkvæmd og ráðgjöf varðandi móttökur, ráðstefnur, fundi og heimsóknir. Hefur umsjón með skoðunarferðum í Ráðhúsi Reykjavíkur og í Höfða. Sinnir reikningagerð, frágangi gagna og fleiru.
 
Vinnusími: 411 4500
 
Dagbjört Hákonardóttir - Persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar
 
Er sérfræðingur Reykjavíkurborgar í persónuvernd.  
 
Vinnusími:  411 4500
 
Dagný Ingadóttir - Teymisstjóri
 
Stýrir daglegri verkstjórn þjónustuteymis borgarstjóra. Ber ábyrgð á samhæfingu og yfirsýn verkefna á sem lúta að dagskrá borgarstjóra, erindum sem berast borgarstjóra og  þátttöku hans í viðburðum hérlendis sem erlendis, móttökum, viðburðum í Tjarnarsal og ýmsum verkefnum á vegum skrifstofunnar.
 
Vinnusími: 411 4500


Hilmar Hildar Magnúsarson - Verkefnastjóri alþjóðamála

 
Hlutverk alþjóðafulltrúa er að skapa yfirsýn í alþjóðamálum Reykjavíkurborgar, efla frumkvæði og styrkja forystu skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í málaflokknum. Er tengiliður borgarinnar út á við, stuðlar að samhæfðri og markvissri vinnu í málaflokknum þvert á borgarkerfið og veitir fagsviðum og öðrum skrifstofum þjónustu, ráðgjöf og stuðning. Styður einnig við styrkjasókn og þátttöku Reykjavíkur í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. 
 
Vinnusími: 411 4500
 
Pétur Krogh Ólafsson -  Aðstoðarmaður borgarstjóra
 
Aðstoðarmaður borgarstjóra er pólitískur ráðgjafi hans. Hann annast ýmis mál í umboði borgarstjóra og er honum og hans nánustu embættismönnum til ráðgjafar. Hefur umsjón með dagskrá borgarstjóra í samráði við dagskrárfulltrúa borgarstjóra.
 
Vinnusími: 411 4500
 
Rúnar Bergmann Sveinsson - Bílstjóri borgarstjóra
 
Ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi ökutækis og akstri borgarstjóra eftir þörfum. Sér jafnframt um akstur með boðsendingar og aðrar sendingar innan og utan borgarkerfis. 
 
Vinnusími: 411 1000

Sigrún Sandra Ólafsdóttir - Dagskrárfulltrúi  borgarstjóra
 
Hefur umsjón með dagskrá borgarstjóra og sinnir almennri þjónustu við borgarstjóra. 
 
Vinnusími: 411 4500
 
Sigurður Páll Óskarsson - Fjármálastjóri Ráðhúss
 
Ber ábyrgð á almennri fjármálastjórnun, fjárhagsáætlunargerð, frávikagreiningu og ráðgjöf innan miðlægrar stjórnsýslu.
 
Vinnusími: 411 4500
 
Sigurlaug Sigurðardóttir - Skrifstofufulltrúi
 
Sinnir almennri þjónustu við borgarstjóra og aðra starfsmenn skrifstofunnar. Sér um frágang og uppsetningu mála í skjalavistunarkerfinu GoPro fyrir borgarráð í samstarfi við borgarritara og aðra starfsmenn skrifstofunnar. Sinnir undirbúningi funda, símsvörun og hefur umsjón með pósthólfi borgarstjóra sem og viðtalsbeiðnum. 
 
Sími: 411 4500
 
Sonja Wiium - Lögfræðingur

Sinnir lögfræðilegri ráðgjöf til skrifstofunnar og deilda sem undir hana heyra. Helstu viðfangsefni eru vinnuréttur, stjórnsýsluréttur, persónuréttur og upplýsingaréttur. 
(Í leyfi)
 
 
Svavar Jósefsson - Verkefnastjóri verkefnastofu
 
Hefur umsjón með verkefnastofu skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og áframhaldandi mótun á starfsemi hennar.  Vinnur að eflingu verkefnastjórnunar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, fyrir starfshópa og eftir atvikum í miðlægri stjórnsýslu. Veitir ráðgjöf og stuðning við miðlæga starfshópa og eftir atvikum eftirfylgni með skilum þeirra. Hefur umsjón með miðlægri starfshópaskrá. 
 
Sími: 411 4500
 
 
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir - Verkefnastjóri miðborgarmála 

Sinnir undirbúningi og heldur utan um reglulega samráðsfundi hagsmunaaðila miðborgar. Er þar að auki tengiliður við rekstrar- og hagsmunaaðila, borgarstofnanir og stofnanir utan borgar um málefni miðborgar. Ber ábyrgð á framgangi verkefna verkefnisstjórnar miðborgarmála .

Vinnusími:  411 4500
Netfang: saeunn.osk.unnsteinsdottir@reykjavik.is

 

Theódóra Sigurðardóttir - Verkefnastjóri stjórnsýslumála
Ber ábyrgð á afgreiðslu stjórnsýsluerinda og eftirfylgni þeirra og sinnir undirbúningi og úrvinnslu mála fyrir borgarráð. Starfar auk þess fyrir stjórnkerfis- og lýðræðisráð.
 
Vinnusími: 411 4500
 
Tinna Garðarsdóttir - Verkefnastjóri stjórnsýslumála

Ber ábyrgð á afgreiðslu stjórnsýsluerinda og eftirfylgni þeirra og sinnir undirbúingi og úrvinnslu mála fyrir borgarráð. Starfar auk þess fyrir stjórnkerfis- og lýðræðisráð.
 
Vinnusími:  411 4500
Netfang: tinna.gardarsdottir@reykjavik.is
 
Unnur Margrét Arnardóttir - Verkefnastjóri lýðræðismála 
 
Stýrir lýðræðisverkefnunum Betri hverfi og Betri Reykjavík ásamt því að vinna að stefnumótun í lýðræðismálum borgarinnar. Hún er einnig verkefnisstjóri lýðheilsumála og hefur yfirsýn og umsjón með heilsueflingarstarfi í borginni. Starfar auk þess fyrir stjórnkerfis- og lýðræðisráð. 
 
Vinnusími: 411 4500
 
 
 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 2 =