Starfsfólk skrifstofu borgarstjóra og borgarritara | Reykjavíkurborg

Starfsfólk skrifstofu borgarstjóra og borgarritara

Skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara er Helga Björg Ragnarsdóttir.
 
Skrifstofustjóri stýrir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og hefur yfirumsjón með stjórnsýslu, miðlægri stoðþjónustu og samhæfingu innan stjórnsýslu borgarinnar í samstarfi við borgarritara. Ber ábyrgð á starfsmannamálum og fjármálum skrifstofunnar og leiðir faglega þróun, uppbyggingu og umbætur starfseininga sem undir skrifstofuna heyra.
 
 
Aðrir starfsmenn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara eru:
 
Aldrianne Karen Roman – Starfsmaður í kaffi- og fundaumsjón

Fundaþjónustu við fundi á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og umsjón með kaffistofum. Hefur einnig umsjón með kaffistofum og fundarherbergjum í norðurhúsi Ráðhúss. Sinnir auk þess ýmsum öðrum verkefnum á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Vinnusími: 411 4500
Netfang: aldrianne,karen.roman@reykjavik.is

 
Anna Karen Kristinsdóttir - Móttökufulltrúi
 
Sér um undirbúning, framkvæmd og ráðgjöf varðandi móttökur, ráðstefnur, fundi og heimsóknir. Hefur umsjón með skoðunarferðum í Ráðhúsi Reykjavíkur og í Höfða. Annast ýmis innkaup vegna gjafa o.fl. og sinnir reikningagerð, frágangi gagna og reikninga.
 
Vinnusími: 411 4500
 
Dagbjört Hákonardóttir - Verkefnastjóri stjórnsýslumála (í fæðingarorlofi)
 
Ber ábyrgð á afgreiðslu stjórnsýsluerinda og eftirfylgni þeirra og sinnir undirbúningi og úrvinnslu mála fyrir borgarráð. Starfar auk þess fyrir stjórnkerfis- og lýðræðisráð. 
 
Vinnusími:  411 4500
 
Dagný Ingadóttir - Teymisstjóri
 
Stýrir daglegri verkstjórn þjónustuteymis borgarstjóra. Ber ábyrgð á samhæfingu og yfirsýn verkefna á sem lúta að dagskrá borgarstjóra, erindum sem berast borgarstjóra og  þátttöku hans í viðburðum hérlendis sem erlendis, móttökum, viðburðum í tjarnasal og ýmsum verkefnum á vegum skrifstofunnar. Hefur frumkvæði að breytingum á verklagi skrifstofunnar ef þörf krefur og vinnur að innleiðingu breytinga. Stýrir vikulegum erindafundum skrifstofunnar. 
 
Vinnusími: 411 4500


Hilmar Magnússon - Verkefnastjóri alþjóðamála

 
Hlutverk alþjóðafulltrúa er að skapa yfirsýn í alþjóðamálum Reykjavíkurborgar, efla frumkvæði og styrkja forystu skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í málaflokknum. Þjónar sem tengiliður borgarinnar út á við, stuðlar að samhæfðri og markvissri vinnu í málaflokknum þvert á borgarkerfið og veitir fagsviðum og öðrum skrifstofum þjónustu, ráðgjöf og stuðning. Styður einnig við styrkjasókn og þátttöku Reykjavíkur í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Kemur að heimsóknum erlendra hópa sem koma í þekkingarheimsóknir sem og öðrum tilfallandi sérverkefnum. 
 
Vinnusími: 411 4500
 
Pétur Krogh Ólafsson -  Aðstoðarmaður borgarstjóra
 
Aðstoðarmaður borgarstjóra er pólitískur ráðgjafi borgarstjóra. Hann annast ýmis mál í umboði borgarstjóra og er honum og hans nánustu embættismönnum til ráðgjafar. Pétur hefur umsjón með dagskrá borgarstjóra í samráði við dagskrárfulltrúa borgarstjóra.
 
Vinnusími: 411 4500
 
Rúnar Bergmann Sveinsson - Bílstjóri borgarstjóra
 
Ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi ökutækis og akstri borgarstjóra eftir þörfum. Sér jafnframt um akstur með boðsendingar og aðrar sendingar innan og utan borgarkerfis. Sinnir einnig innleiðingu vistvæns reksturs í Ráðhúsinu, þ. á m. sorpflokkun og vistvænum samgöngum. Samþykkt reikninga og aðstoð við almenn skrifstofustörf og þjónustu við viðskiptavini. Veitir tilfallandi aðstoð við öryggisvörslu Ráðhúss.
 
Vinnusími: 411 1000
 
Sandra Dröfn Gylfadóttir - Verkefnastjóri stjórnsýslumála

Ber ábyrgð á afgreiðslu stjórnsýsluerinda og eftirfylgni þeirra og sinnir undirbúniningi og úrvinnslu mála fyrir borgarráð. Starfar auk þess fyrir stjórnkerfis- og lýðræðisráð.
Vinnusími:  411 4500
Netfang: sandra.drofn.gylfadottir@reykjavik.is

 
Sigrún Sandra Ólafsdóttir - Dagskrárfulltrúi  borgarstjóra
 
Hefur umsjón með dagskrá borgarstjóra og sinnir almennri þjónustu við borgarstjóra. Hún sinnir úrvinnslu erinda til borgarstjóra og undirbýr aðkomu borgarstjóra að viðburðum. Skipuleggur ferðalög borgarstjóra og sinnir ýmsum öðrum verkefnum fyrir borgarstjóra.
 
Vinnusími: 411 4500
 
Sigurður Páll Óskarsson - Fjármálastjóri Ráðhúss
 
Ber ábyrgð á almennri fjármálastjórnun, fjárhagsáætlunargerð, frávikagreiningu og ráðgjöf innan miðlægrar stjórnsýslu. Starfssvið hans nær til innri endurskoðanda, borgarlögmanns,fjármálaskrifstofu, mannréttindaskrifstofu, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, skrifstofu borgarstjórnar, skrifstofu þjónustu og reksturs, skrifstofu eigna og atvinnuþróunar auk annarra útgjalda sem koma til vegna reksturs miðlægrar stjórnsýslu.
 
Vinnusími: 411 4500
 
Sigurlaug Sigurðardóttir - Skrifstofufulltrúi
 
Sinnir almennri þjónustu við borgarstjóra og aðra starfsmenn skrifstofunnar. Sér um frágang og uppsetningu mála í GoPro fyrir borgarráð í samstarfi við borgarritara og aðra starfsmenn skrifstofunnar. Sinnir undirbúningi funda, símsvörun og hefur umsjón með pósthólfi borgarstjóra sem og viðtalsbeiðnum. Er tengiliður tæknimála á skrifstofunni og hefur umsjón með ferðaheimildum.  
 
Sími: 411 4500
 
Sonja Wiium - Lögfræðingur

Sinnir lögfræðilegri ráðgjöf til skrifstofunnar og deilda sem undir hana heyra. Helstu viðfangsefni er vinnuréttur, stjórnsýsluréttur, persónuréttur og upplýsingaréttur. 
Vinnusími: 411 4500
 
Svavar Jósefsson - Verkefnastjóri verkefnastofu
 
Umsjón með verkefnastofu skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og áframhaldandi mótun á starfsemi hennar. Umsjón með eflingu verkefnastjórnunar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, fyrir starfshópa og eftir atvikum í miðlægri stjórnsýslu. Ráðgjöf og stuðningur við miðlæga starfshópa og eftir atvikum eftirfylgni með skilum þeirra. Umsjón með miðlægri starfshópaskrá. Að vinna að umbótum og samræmingu í stefnumótun og stefnuframkvæmd og ráðgjöf og aðstoð við stefnumótun og stefnuframkvæmd, einkum í miðlægri stjórnsýslu og vegna miðlægrar stefnumótunar. Frumkvæði og þátttaka í innleiðingu gæðastjórnunar og áhættustýringar innan borgarkerfis.
 
Sími: 411 4500
 
 
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir - Verkefnastjóri miðborgarmála 

Ber ábyrgð á framgangi verkefna verkefnisstjórnar miðborgarmál. Sinnir undirbúningi og heldur utanum reglulega samráðsfundi samráðsvettvangs miðborgar. Er þar að auki tengiliður við rekstarar- og hagsmunaaðila, borgarstofnanir og stofnanir utan borgar um málefni miðborgar.

Vinnusími:  411 4500
Netfang: saeunn.osk.unnsteinsdottir@reykjavik.is

 

Theódóra Sigurðardóttir - Verkefnastjóri stjórnsýslumála
Ber ábyrgð á afgreiðslu stjórnsýsluerinda og eftirfylgni þeirra og sinnir undirbúniningi og úrvinnslu mála fyrir borgarráð. Starfar auk þess fyrir stjórnkerfis- og lýðræðisráð
Vinnusími: 411 4500
 
Unnur Margrét Arnardóttir - Verkefnastjóri lýðræðismála 
 
Stýrir lýðræðisverkefnunum Betri hverfi og Betri Reykjavík ásamt því að vinna að stefnumótun í lýðræðismálum borgarinnar. Hún er einnig verkefnisstjóri lýðheilsumála og hefur yfirsýn og umsjón með heilsueflingarstarfi í borginni. Starfar auk þess fyrir stjórnkerfis- og lýðræðisráð. 
 
Vinnusími: 411 4500
 
 
 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 4 =