Beiðni um móttöku hjá Reykjavíkurborg
Opinberar móttökur Reykjavíkurborgar eru formlegar móttökur borgarstjórnar og borgarstjóra.
Við ákvörðun um opinbera móttöku er horft til þess að tilefnið þjóni hagsmunum Reykjavíkurborgar og Reykvíkinga, og/eða sé í samræmi við höfuðborgarhlutverk borgarinnar. Einnig er horft til mikilvægis móttökunnar fyrir ferðamál í Reykjavík, þess hvort móttaka hafi verið haldin áður af sama tilefni af Reykjavíkurborg eða erlendis, og aðkomu Reykjavíkurborgar að tilefni hennar.
Skrifleg beiðni um móttöku þarf að hafa borist skrifstofu borgarstjóra og borgarritara á neðangreindu eyðublaði með að minsta kosti þriggja vikna fyrirvara.
Þess ber að geta að opinberar móttökur eru ekki haldnar á laugardögum, helgidögum og almennum frídögum.